Réttur - 01.01.1948, Page 69
RÉTTUR
69
stjóm, útrýmingu nazismans, afvopnun og einingu ríkis-
heildarinnar. En það er einnig kunnugt hvernig fulltrúar
enska og ameríska auðvaldsins liafa talað um þessi mál í
seinni tíð. Við þekkjum einnig þá baráttu, sem háð er fyrir
skiptingu Þýzkalands, aðskilnaði hinna vestlægu iðnaðar-
hluta, þar sem þegar hefur verið framkvæmd hin svokallaða
efnahagslega sameining brezka og bandaríska hernámssvæð-
isins, en aftur á móti verið unnið slælega að útrýmingu naz-
ismans. Hinir gömlu valdhafar í þýzka þungaiðnaðinum eru
nú á ný að klófesta raunveruleg yfirráð yfir framleiðslunni.
Þar til njóta þeir aðstoðar ensku og bandarísku hernáms-
stjórnanna, en í þeim sitja ýmsir stórauðjöfrar. T. d. má
þar nefna sjálfan formann hinnar efnahagslegu deildar
bandarísku hernámsstjórnarinnar, Draper hershöfðingja.
Hann heldur í sínum höndum öllum efnahagsmálum her-
námssvæðisins, en hann er Hka stór hluthafi í bandaríska
Schröder bankanum.
Hverra hagsmuna skyldu nú þessir stjórnendur gæta í
sinni umboðsstjórn? Við höfum áður séð hvernig unnið var
eftir hrun Þýzkalands í lok fyrri heimstyrjaldarinnar, þegar
Schröder-klíkan og bandamenn þeirra tókust á hendur að
bjarga stóriðjuhöldunum í Ruhr, tryggja þeim bæði fjár-
magn og aðra möguleika til nýrrar heimsvaldasinnaðrar út-
þenslu. Það sem nú fer fram á hernámssvæðum Vestur-Þýzka-
lands í skjóli þýzka þungaiðnaðarins bendir ákveðið í þá
átt, að þar sé verið að endurtaka sarns konar tilraun nú.
Það er engin tilviljun að Ernst Poensgen var valinn til
að stjórna járn- og stál iðnaði Vestur-Þýzkalands. Það er hinn
sami Ernst Poensgen, sem áður var aðalforstjóri þýzka stál-
hringsins, sem einmitt þá tók upp hin nánu viðskipta-
og efnahagssambönd með Schröderbankanum í London.
Og nú nýlega var Dinkelbach, sem einnig er fyrrverandi
forstjóri stálhringsins skipaður formaður þeirrar nefndar,
sem stjórnar öllum stáliðnaðinum á brezka hernámssvæðinu