Réttur


Réttur - 01.01.1948, Side 72

Réttur - 01.01.1948, Side 72
72 RÉTTUR vinna að sameiningu Evrópu (British United Europe Committee.) En John Dulles er nú eftir lát Roosevelts orð- inn einn áhrifamesti maður í bandarískri utanríkispólitík. í ræðunni komst hann m. a. þannig að orði: „Rínarhéruðin með kolum sínum iðnaði og vinnuafli eru frá náttúrunnar hendi hjartað í framleiðslu- og hagkerfi Vestur-Evrópu. Frá þessu svæði á að koma það afl, sem þarf til viðhalds lífinu, ekki aðeins í Þýzkalandi sjálfu, heldur einnig í nágrannalöndum þess í vestri. Ef svo verður mun a. m. k. Vestui'-Evrópa með sínum 200 milljónum íbúa geta þróast til að verða enn þá auðugra, friðsamt land með blóm- legu atvinnulífi.“ Dulles undirstrikaði þetta enn fremur með því að benda á Bandaríki Ameríku, sem eðlilega fyrirmynd er höfð væri við uppbyggingu Evrópu. Hvað er þetta svo, annað en hinar gömlu viðskipta- og fjármálaáætlanir Schröderbankans, þessa kolkrabba við- skipta og atvinnulífsins, sem er skilgetið afkvæmi þýzku heimsvaldastefnunnar og kynslóð eftir kynslóð hefur haldið nánum tengslum við þessa sömu heimsvaldastefnu, þótt höfuðstöðvar hans væru löngu fluttar til Bretlands og Banda- ríkjanna? Hann tengdi þannig örlög sín við þýzku stóriðj- una jafnframt því sem liann varð fulltrúi fyrir City og litli bróðir í félagi milljarðaeigendanna í Wall Street. Það er þessi staðreynd, hve risavaxið og samanþjappað alþjóðlegt auðmagn hefur staðið bak við Schröderættina, sem fyllilega skýrir það, hvernig þessi hringur, sem vinnur bak við leik- tjöld brezkra og bandarískra utanríkismála, hefur náð þeim geysiáhrifum, sem raun ber vitni. Kol, stál, olía, peninga- vald, allt þetta sameinast í hinum þétta frumskógi einokun- arauðvaldsins, þar sem orðin: landamæri, ríki og þjóðir eru einskis metin hugtök. Þegar Dulles talar og þegar Churchill talar, þá eru það Rockefeller og Schröder, sem tala. í þessari blökk finnast auðvitað fleiri öfl, sem beita áhrifum sínum á pólitíska forustumenn hennar. En þetta eina dæmi sannar fyllilega þá ályktun, að sú stjórnmálabarátta, sem nú er háð

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.