Réttur


Réttur - 01.01.1963, Qupperneq 3

Réttur - 01.01.1963, Qupperneq 3
BRUNO FREI : Andlátsfyrirmæli Úr-Nammús Á átjánda stjórnarári Úr-Nammús, konungs í Akkad og Sumer, settist að honum sú vissa, að hann ætti skammt eftir ólifað. Að múrunum umhverfis ytri musterisgarðinn höfðu þá undirstöðurnar einar verið lagðar; en paldurturn hins mikla musteris gnæfði við himin, guðinum og konunginum til dýrðar. Á efra turnpaldranum glitraði hið helga skrín í sólskininu. Þrjár steintröppur, hver með hundrað þrepum, lúgu upp að bogahliðinu, sem tengir rauða mold jarðar hinu gullslita himinhvolfi, og varnar jafnframt inngöngu öndum liinna myrku undirheima. Allar línur þessa listilega himin- hjargs, er helgað var guði hins milda mána, Nannar, voru tákn leyndardóma, sem prestarnir einir þekktu. Hornin hentu í hinar fjórar höfuðáttir ríkisins, er hinn mikli konungur hafði friðað, eftir að hafa sett þar í öndvegi réttlætið. En þessi horn voru ein- kennilega bogadregin, rétt eins og þau ættu engin horn að vera. Frá ríkinu í austri höfðu kaupmenn komið yfir hafið til að sjá með eigin augum liina aðdáanlegu aldinlundi, sem héngu milli himins og jarðar á turnpöldrunum og stóðu í hlóma rétt eins og þeir væru á sjálfum fljótsbakkanum. En konungurinn hafði ekki aðeins reist hinn mikla paldurturn sem musteri og konungshöll í senn og helgað mánaguðinuin Nannar; hann hafði líka reist eiginkonu mánaguðsins, gyðjunni Nin-Gal, sérstakan helgidóm. Og konungshöllin, fegri höll en auga hafði áður litið, hún var einnig hans verk. Höfuðborg ríkisins, Úr, var umgirt voldugum múr. Konungurinn lét grafa skurði, svo að áin Efrat skyldi ekki eyða landið, þegar hún tók að flæða. En Ur-Nammu entist ekki tími til að reisa öll þau mannvirki, er hann hafði ætlað sér. Og er liann fann dauðann nálgast, stefndi hann tignarmönnum í ríkjnu gaman í hásætissal konungshallarinnar,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.