Réttur


Réttur - 01.01.1963, Page 6

Réttur - 01.01.1963, Page 6
6 R É T T U R milli vatna, og það var frjósamt land. Þeir settust þar að og urðu bólfastir. Þeir stunduðu akuryrkju og kvikfjárrækt. Frumbyggj- arnir mæltu nú á vora tungu; en það var ekki friði að fagna. Þorpin girtu sig múrum og gerðust borgir, en ekki til þess að verzla sín á milli, heldur til að herja hver á aðra. Guðirnir voru afbrýðissamir hver við annan, svo að hver borg stríddi í nafni síns sérguðs gegn bróðurborg sinni og guði hennar. Æðstuprestarnir voru ákafir for- mælendur stríðs, í stað þess að þjóna málstað friðar. Því fleiri borgir, því fleiri guðir; því fleiri ríki, því fleiri skærur. Það virtist svo sem þetta land, sem komst af úr flóðinu mikla, myndi drukkna í blóði sinna eigin barna. En ég heyrði boðskap Nannars, sem er verndarguð í Úr: Fullnógu bræðrablóði hefur þegar úthellt verið! Friður skal ríkja í gervallri Kaldeu. Eg skar upp herör gegn Útú-Kegal til að koma á friði í öllu landinu vatna á milli og frá hafinu til fjallanna í norðri. Jafnrétt- háir skulu hinir dökkhærðu menn frá Kis og hinir Ijóshærðu frá Úr ganga til sinnar iðju. Hinum fjallvönu guðum, sem vér fluttum hingað frá vorum fornu heimkynnum, skulum vér reisa fjöll af höndum gjör, musteristurna, þar sem lögð er stund á lislir og vís- indi. Skurðir skulu grafnir, sem hefti flóð hinna ströngu vatna og greiði skipum vegu. Sedrusviður er frá Lihanon, silfur, kopar, hnotutré og ilmkrydd frá Indíalandi skulu verða flutt lieilu og höldnu eftir skurðum, fljótum og þjóðvegum allt að landamærum Sýrlands og vöðunum við Karkemis. Húsbóndinn skal öruggur vera um heimili sitt og kaupmaðurinn um varning sinn. I stað stríðs allra gegn öllum skal koma friður undir einum konungi. Þetta var það verkefni, sem Nannar, guð hins mikla mána, fól mér að fram- kvæma. En ég finn nú, að ævi mín Jíður á enda, áður en verk mitt verði fullkomnað. Dungi, sonur minn, mun reisa hina ylri múra musteris- garðanna. Hann mun fullna það verk, sem Úr-Nammú hóf. Ríki vort mun standa, ekki í krafti hervalds, heldur í krafti velmegunar þegna sinna og hins fagra fordæmis, er þeir gefa með líferni sínu. Er Úr-Nammú hafði þetta mælt, gaf hann merki um að tignar- menn ríkisins skyldu í brott ganga. Pilturinn Dungi varð einn eftir við banabeð hans. Konungurinn bauð einnig að æðstipresturinn skyldi verða á brott úr salnum. Hann vildi vera einn með syni sín- um síðustu andartökin. Þegar allir voru á brott gengnir, tók konungurinn í hönd Dunga.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.