Réttur


Réttur - 01.01.1963, Side 11

Réttur - 01.01.1963, Side 11
HUGO BARRIOS KLÉE: Umbreyting í aðsigi í Guatemala IRéttur hefur áður birt ýtarlega grcin um Guatemala. 1 38. árgangi, 1954, birtist grein eftir Ásgrím Albertsson: Guatemala og ísland, einmitt um þá gagnbyltingu, er Bandaríkjaauðvaldið skipulagði gegn lýðræðisstjórninni þar. I sama hefti Réttar birtist hið ágæta kvæði skáldkonunnar Jakobínu Sigurðar- dóttur: „Brást þér værð?“ þar sem hún spyr íslendinga: „Hitar ekki hjartarætur harmur sár í brjósti þínu; moldu vökva böðlar blóði bróður þíns í Guatemala.“ Mál og menning gaf út í ár sem félagsbók rit Juan José Arevalo „Hákarlar og sardínur", en hann er lciðtogi eins af borgaraflokkum Guatemala. Höfundur þeirrar greinar, er hér birtist stytt, er rithöfundur í Guatemala.] I október 1944 hafði alþýðan í Guatemala komið á hjá sér lýð- ræðisstjórn eftir 14 ára einræðisstjórn afturlialdsins. 1 júlí 1954 var þeirri lýðræðisstjórn steypt að undirlagi Bandaríkjaauðvalds- ins og John Foster Dulles hrósaði sigri. Leppstjórn Bandaríkjanna undir forsæti Castillos Armas átti hins vegar fullt í fangi með að halda völdum sökum innbyrðis sundrung- ar og spillingar, er náði hámarki er Castillo Armas var myrtur af gíæpakumpánum sínum. 1958 komst Miguel Fuentes til valda sem forseti í skjóli róttækra vígorða, en tók brátt að beygja sig fyrir bandaríska auðvaldinu og ofsækja lýðræðissinna. Í árslok 1959 var ljóst að enn var stefnt að einræði afturhalds. Flokkur kommúnista í Guatemala — Verkalýðsflokkur Guate- mala — verður að starfa í banni laganna. I maí 1960 kom þriðja flokksþing hans saman á laun. Þar var ákveðið að stefna að því að

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.