Réttur - 01.01.1963, Síða 13
R É T T U R
13
skeru 1958 og ’59 náði rétt 1 milljón smálesta. Það liefur orðið að
flytja inn maís og svo er um fleiri matvæli. Aðalgjaldeyristekjurnar
liafa verið af kaffi. En heimsmarkaðsverð á kaffi fellur í sífellu.
Gjaldeyristekjur af kaffi hafa fallið úr 90 millj. dollara 1956 niður
í 74 millj. dollara 1959, þótt útflutningurinn hafi vaxið að magni
til.
Alþýðan fær að bera byrðir kreppunnar. Fátæktin vex. Dýrtíðin
eykst. Húsaleigan hækkar. Meðaltekjur þjóðarinnar 1958 samsvara
184 dollurum á mann (um 8000 ísl. kr.) og verða menn þá að hafa
í huga hinn mikla mun á tekjum ríkra og fátækra. Meðalaldur er
36 ár. Af hverjum 100 börnum er dóu 1956, fengu 75 enga læknis-
hjálp. 72% þjóðarinnar er ólæs og óskrifandi.
Neyðin vex meðal bænda jafnt sem verkamanna, en ríkisstjórnin
tekur landrými af bændum undir heræfingastöðvar til undirbún-
ings innrásar á Kúbu. Og innrásarliðar, sem þar eru æfðir, þjarma
að bændum.
Alþýðan þolir ekki þetta ástand lengur.
Lýðræðissinnaðir hermenn og fleiri mynduðu skæruliðahóp, er
þeir nefndu „Alejandro de León — 13. nóvember“, og hófu i febrúar
1962 vopnaða baráttu gegn ríkisstjórninni undir kjörorðinu:
„Svona getum við ekki lifað lengur!“
Og annar skæruliðahópur, er nefndi sig „20. október-fylkingin“
greip til vopna í marz 1962.
Alþýðan ris upp til baráttu.
Fjöldahreyfingin breiðist út og verður róttækari. Kröfugöngur
eru háðar. Baráttan tekur á sig ótal myndir. Skólapiltar og kenn-
arar, verkamenn og millisléttafólk berst, — sumir fyrir hækkuðum
launum, aðrir fyrir brottrekstri ráðherra. Stundum lendir í liarð-
vítugum átökum og ríkisstjórnin lýsir yfir hernaðarástandi. Aðrir
berjast með vopn í hönd. Þannig hófst uppreisn í hernum 13. nóv-
ember 1960. Það ólgar og sýður í Guatemala. En byltingaröflin
liafa ekki skapað hjá sér skipulagslega einingu. Það hefur engin
sameining ált sér stað milli Þjóðlega byltingarflokksins (er fylgir
Arevalo, fyrrv. forseta) og annarra byltingarflokka og óflokks-
bundinna borgaralegra byltingarafla. Slík sameining byltingarflokk-
anna er ynni með Verkalýðsflokki Guatemala, myndi efla lýðræðis-
hreyfinguna stórum. En m. a. stendur þar á hægra armi i flokki
Arevalos, sem er andkommúnistiskur.