Réttur


Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 13

Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 13
R É T T U R 13 skeru 1958 og ’59 náði rétt 1 milljón smálesta. Það liefur orðið að flytja inn maís og svo er um fleiri matvæli. Aðalgjaldeyristekjurnar liafa verið af kaffi. En heimsmarkaðsverð á kaffi fellur í sífellu. Gjaldeyristekjur af kaffi hafa fallið úr 90 millj. dollara 1956 niður í 74 millj. dollara 1959, þótt útflutningurinn hafi vaxið að magni til. Alþýðan fær að bera byrðir kreppunnar. Fátæktin vex. Dýrtíðin eykst. Húsaleigan hækkar. Meðaltekjur þjóðarinnar 1958 samsvara 184 dollurum á mann (um 8000 ísl. kr.) og verða menn þá að hafa í huga hinn mikla mun á tekjum ríkra og fátækra. Meðalaldur er 36 ár. Af hverjum 100 börnum er dóu 1956, fengu 75 enga læknis- hjálp. 72% þjóðarinnar er ólæs og óskrifandi. Neyðin vex meðal bænda jafnt sem verkamanna, en ríkisstjórnin tekur landrými af bændum undir heræfingastöðvar til undirbún- ings innrásar á Kúbu. Og innrásarliðar, sem þar eru æfðir, þjarma að bændum. Alþýðan þolir ekki þetta ástand lengur. Lýðræðissinnaðir hermenn og fleiri mynduðu skæruliðahóp, er þeir nefndu „Alejandro de León — 13. nóvember“, og hófu i febrúar 1962 vopnaða baráttu gegn ríkisstjórninni undir kjörorðinu: „Svona getum við ekki lifað lengur!“ Og annar skæruliðahópur, er nefndi sig „20. október-fylkingin“ greip til vopna í marz 1962. Alþýðan ris upp til baráttu. Fjöldahreyfingin breiðist út og verður róttækari. Kröfugöngur eru háðar. Baráttan tekur á sig ótal myndir. Skólapiltar og kenn- arar, verkamenn og millisléttafólk berst, — sumir fyrir hækkuðum launum, aðrir fyrir brottrekstri ráðherra. Stundum lendir í liarð- vítugum átökum og ríkisstjórnin lýsir yfir hernaðarástandi. Aðrir berjast með vopn í hönd. Þannig hófst uppreisn í hernum 13. nóv- ember 1960. Það ólgar og sýður í Guatemala. En byltingaröflin liafa ekki skapað hjá sér skipulagslega einingu. Það hefur engin sameining ált sér stað milli Þjóðlega byltingarflokksins (er fylgir Arevalo, fyrrv. forseta) og annarra byltingarflokka og óflokks- bundinna borgaralegra byltingarafla. Slík sameining byltingarflokk- anna er ynni með Verkalýðsflokki Guatemala, myndi efla lýðræðis- hreyfinguna stórum. En m. a. stendur þar á hægra armi i flokki Arevalos, sem er andkommúnistiskur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.