Réttur


Réttur - 01.01.1963, Side 16

Réttur - 01.01.1963, Side 16
EINAR OLGEIRSSON: fslenzk alþýða! Bjargaðu sjálfri þér, þá bjargarðu þjóðiuni! Það er komið í illt efni um aðstæður verkalýðs og starfsfólks í auðvaldsskipulaginu á Islandi nú. Ekki vegna þess að atvinnuleysi og sultur sæki að, svo að sverfi að alþýðufjölskyldunum, svo sem var fyrir 30 árum síðan. Það er hitt að með vinnuþrældómnum er auðvaldsskipulagið að gera hluta af verkalýðnum að útslitnum en söddum vinnuvélum, sem sviptur er aðstöðu til þjóðmenningar- og félagsstarfsemi, — en sá hluti launþega, sem ekki fær að þræla svona skefjalaust hefur vart í sig og á. 8 tíma vinnudagurinn hefur í 70 ár verið krafa verklýðshreyf- ingarinnar um víða veröld. 40 ár eru síðan fyrsta 1. maí-kröfu- gangan á íslandi bar þá kröfu fram. 20 ár eru síðan hún sigraði með samningunum upp úr skæruhernaðinum 1942. — Ut um alla Evrópu er 7—8 tíma vinnudagur þegar reglan og eftirvinna þekkist vart. En hér á íslandi hefur ástandið í þessum efnum hraðversnað eftir að auðvaldið lók að einbeita ríkisvaldinu gegn verkalýðnum með atlögu þeirri, er liófst I. febr. 1959 með lögbanni á vísitölu- kaupgjaldi, er framkvæmt var af Sjálfstæðis- og Alþýðuflokknum með aðstoð Framsóknar. Nákvæmar skýrslur liggja ekki fyrir um ástandið, en nokkuð má sjá af eftirfarandi upplýsingum: Pétur Sigurðsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, upplýsir að samkvæmt rannsókn vinnutímanefndar sé 58 tíma vinnuvika reglan hjá verkamönnum. 1961 voru meðaltekjur verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna í Reykjavík samkvæmt úrtaki því, sem lagt er til grundvallar á verði landhúnaðarvara 79.850 kr. — Það samsvarar því að Dags-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.