Réttur - 01.01.1963, Side 17
R E T T U R
17
brúnarverkamenn á almennum taxta þurftu að vinna tæpa 11 klukku-
tíma á sólarhring (2 klst. og 50 mín. eftirvinnu daglega) allt árið
til aS ná því kaupi. Og ef verkamenn þessir áttu aS ná þeim meSal-
tekjum, sem samkvæmt úrtakinu giltu fyrir land allt, þá þurftu
þeir aS vinna 3 klst. og 19 mínútur í eftirvinnu livern dag eSa 11
klukkutíma og 19 mínútur daglega. Og staSreynd er aS á ýmsum
vinnustöSvum viSgengst 72 klukkustunda vikuvinna allt áriS, eSa
12 tíma dagvinna hvern virkan dag. — Og þegar ríkisstjórnin gefur
upplýsingar um aS 98 þúsund krónur sé algengt árskaup hjá miklum
hluta launþega, þá samsvarar þaS 12 klukkustunda vinnu ú dag allt
árið hjá verkamönnum á almennum Dagsbrúnartaxta.
ÞaS er því komiS svo aS 11—12 tíma vinna á dag er orSiS mjög
algengt fyrirbrigSi, en tæp 10 tíma vinna (9 klst., og 40 mín.)
höfuSreglan hjá verkalýSnum.
Þetta gerist í því ríka Islandi ársins 1963, áratugum eftir aS
sannaS er aS lengri vinnutími en 8 tímar er hættulegur heilsu og
m.enningu verkamanna og aS skynsamlega rekinn atvinnurekstur
getur auSveldlega fengiS sömu afköst fyrir 8 tírna vinnu og fyrir
10, 11 eSa 12 tíma þrælkun.
Það er því orðið þýðingannesta hagsmuna- og menningar-
mál íslenzkrar alþýðu að stytta vinnudaginn niður í 8 tíma
og að borgað sé fyrir þá það sama og nú er borgað jyrir
vinnuþrœlkunardaginn. Og þessa höjuðreglu haja jajnvel full-
trúar ríkisstjórnarinnar sjálfir orðið að viðurkenna.
Þetta mál snertir ekki aSeins launþega. Þrældómur bænda er
samsvarandi og hjá þeim þarf aS verSa samsvarandi breyting til
batnaSar.
Ef reiknað vœri með því að greiða verkamönnum sama
kaup jyrir 48 tíma og þeir já nú fyrir 58, ÞA YRÐl AÐ
HÆKKA DAGKAUPIÐ UM 33%.
(MiSaS viS almennan Dagsbrúnartaxta er kaupiS fyrir 48 tíma
1250 kr. á viku og fyrir 2 eftirvinnutíma 5 daga vikunnar 416 kr.,
alls 1666 kr. — Myndi þaS jafngilda 86.632 kr. árskaupi).
Þessi raunverulega kauphœkkun og meðjylgjandi raunveruleg
stytting vinnutíma hlýtur að vera það viðfangsejni, sem verklýðs-
hreyjingin einbeitir kröftum sínum að á þessu ári og nœstu árum.
Andleg, menningarleg og hagsmunaleg velferS íslenzks verkalýSs
er undir því komin aS þetta takmark náist strax á næstu árum:
Raunverulegur 8 tíma vinnudagur með 10 tíma kaupi.