Réttur


Réttur - 01.01.1963, Síða 19

Réttur - 01.01.1963, Síða 19
R E T T U R 19 innar 1942 aS Sósíalistaflokkurinn vann þá miklu kosningasigra, snm hækkuðu þingmannatölu hans úr þremur upp í 10, og tryggðu honum fylgi fimmta hluta þjóðarinnar. Þessari kauphækkun og raunverulegri styttingu vinnutímans mætti koma á í tveimur áföngum á 2—3 árum. Samtímis þyrfti svo að hefjast handa um eftirfarandi stórfeldar og samræmdar aðgerðir í þjóðfélaginu, til þess að tryggja varanleika þessara endurbóta: 1. Það þarf að framkvæma iðnbyltingu í matvœlaframleiðslu vor 1 slenclinga. Nú er alltof mikið af framleiðslu vorri aðeins hráefni eða hálfunnið, eins og síldarframleiðslan bezt sýnir. Með því að koma á fullkomnum niðurlagningar- og niðursuðu-iðnaði, má gera vinnuaflið miklu dýrmætara en ella og stórauka útflutningsverðið, eins og áður hefur verið sýnt fram á hér í Rétti. Og þessi iðnbylt- ing í matvælaiðnaðinum kostar tiltölulega lítið fjármagn. En hún krefst skipulagðrar utanríkisverzlunar, til þess að hagnýta sósíalist- ifcku markaðina. 2. Það þarf að lækka stórum vexti bankanna, draga yfirleitt úr þeini hluta þjóðararðsins, sem fer sem gróði í einni eða annarri mynd til auðmannastéttarinnar og ríkisbákns þess, er hún hagnýtir nú í sína þágu sem ætti hún það. 3. Það þarf að lækka útflutningsgjöld eða afnema með öllu á íslenzkum afurðum, lækka aðrar álögur á útflutning, minnka kostn- að við ríkisbáknið, spara verulega menn og fé i skriffinnskukerfi hins opinbera. 4. Það þarf að minnka sjálfan gróða auðmannastéttarinnar, einkum verzlunarauðvaldsins, og knýja auðmannastéttina til miklu skynsamlegri vinnubragða í atvinnurekstri sínum, sparnaðar í einkarekstrinum, hvers konar hagræðingar vinnu, sem um leið ínyndi útheimta stærri og stöðugri rekstur en nú er, meiri hagnýt- ingu véla og húsakosts með vaktavinnu o. s. frv. 5. Raunveruleg stytting vinnudagsins í 8 stundir kallar víða á vaktavinnu og þar með miklu fleira fólk í sjálfa framleiðsluna. Til þess að útvega það fólk, þarf beinlínis að, spara fólk í verzlun og skrifstofum og víðar með umskipulagningu á vinnu þar. Slíkl mun oft jafngilda stækkun eða sameiningu fyrirtækja svo hægt sé að reka þau haganlegar. — Slík þróun er lögmál i auðvaldsskipulagi, en verðbólgan hefur raunverulega dregið úr því að það lögmál réði i viðskiptalífinu. En þessi þróun þarf að fara fram og mun gera það ef verðbólga er endanlega stöðvuð, en ekki haldið áftam með hana

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.