Réttur


Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 19

Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 19
R E T T U R 19 innar 1942 aS Sósíalistaflokkurinn vann þá miklu kosningasigra, snm hækkuðu þingmannatölu hans úr þremur upp í 10, og tryggðu honum fylgi fimmta hluta þjóðarinnar. Þessari kauphækkun og raunverulegri styttingu vinnutímans mætti koma á í tveimur áföngum á 2—3 árum. Samtímis þyrfti svo að hefjast handa um eftirfarandi stórfeldar og samræmdar aðgerðir í þjóðfélaginu, til þess að tryggja varanleika þessara endurbóta: 1. Það þarf að framkvæma iðnbyltingu í matvœlaframleiðslu vor 1 slenclinga. Nú er alltof mikið af framleiðslu vorri aðeins hráefni eða hálfunnið, eins og síldarframleiðslan bezt sýnir. Með því að koma á fullkomnum niðurlagningar- og niðursuðu-iðnaði, má gera vinnuaflið miklu dýrmætara en ella og stórauka útflutningsverðið, eins og áður hefur verið sýnt fram á hér í Rétti. Og þessi iðnbylt- ing í matvælaiðnaðinum kostar tiltölulega lítið fjármagn. En hún krefst skipulagðrar utanríkisverzlunar, til þess að hagnýta sósíalist- ifcku markaðina. 2. Það þarf að lækka stórum vexti bankanna, draga yfirleitt úr þeini hluta þjóðararðsins, sem fer sem gróði í einni eða annarri mynd til auðmannastéttarinnar og ríkisbákns þess, er hún hagnýtir nú í sína þágu sem ætti hún það. 3. Það þarf að lækka útflutningsgjöld eða afnema með öllu á íslenzkum afurðum, lækka aðrar álögur á útflutning, minnka kostn- að við ríkisbáknið, spara verulega menn og fé i skriffinnskukerfi hins opinbera. 4. Það þarf að minnka sjálfan gróða auðmannastéttarinnar, einkum verzlunarauðvaldsins, og knýja auðmannastéttina til miklu skynsamlegri vinnubragða í atvinnurekstri sínum, sparnaðar í einkarekstrinum, hvers konar hagræðingar vinnu, sem um leið ínyndi útheimta stærri og stöðugri rekstur en nú er, meiri hagnýt- ingu véla og húsakosts með vaktavinnu o. s. frv. 5. Raunveruleg stytting vinnudagsins í 8 stundir kallar víða á vaktavinnu og þar með miklu fleira fólk í sjálfa framleiðsluna. Til þess að útvega það fólk, þarf beinlínis að, spara fólk í verzlun og skrifstofum og víðar með umskipulagningu á vinnu þar. Slíkl mun oft jafngilda stækkun eða sameiningu fyrirtækja svo hægt sé að reka þau haganlegar. — Slík þróun er lögmál i auðvaldsskipulagi, en verðbólgan hefur raunverulega dregið úr því að það lögmál réði i viðskiptalífinu. En þessi þróun þarf að fara fram og mun gera það ef verðbólga er endanlega stöðvuð, en ekki haldið áftam með hana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.