Réttur


Réttur - 01.01.1963, Page 27

Réttur - 01.01.1963, Page 27
R É T T U R 27 þróun. Til tlæmis hækkaSi framfærslukostnaður frá 1955—1961 um 50%, og verSlag hefur hækkaS meS vaxandi hraSa s.l. ár. Auk þessa er mjög tilfinnanlegt ósamræmi milli framleiSslu- greina og landshluta. Þegar fjárfestingu er hagaS eftir arSgæfni, er hætta á því, aS hún safnist öll saman í þeim landshlutum, fram- leiSslugreinum og fyrirtækjum, þar sem framleiSnin er mest og arSurinn hæstur. A þessu verSur aSeins ráSin bót meS beinni ríkis- íhlutun, sem ekki lætur stjórnast af augnabliksarSi. AS lokum er rétt aS benda á þaS, aS jafnvel hin jákvæSa örvun, sem markaSurinn veitir fyrirtækjunum, hefur einnig sína neikvæSu hliS: árangurinn, sem næst, er meira kominn undir framvindu mála á markaSinum, innan- og utanlands, en vinnu verkamanna og stjórn- enda. — Af þessu öllu saman skapast því alvarleg vandamál. En júgóslavneskir kommúnistar munu svara því til, aS engu minni erfiS- leika sé viS aS stríSa í löndum meS „valdboSnum áætlunarbúskap“. Reynsla Júgóslava er tvímælalaust mjög girnileg til rannsóknar. Til aS mönnum skiljist mikilvægi hennar, verSur hún aS skoSast í samhengi viS þær rannsóknir, umræSur og tilraunir á sviSi áætl- unarbúskapar, sem nú eiga sér staS í öllum sósíalískum löndum. Eitt umræddasta atriSiS er viSeigandi samþætting (breytileg eftir sögulegum aSstæSum) hagrænna (óbeinna) og stjórnrænna aS- ferSa viS skipulagningu þjóSarbúskaparins. Almennt virSast menn fræSilega sammála um þaS, aS sterkt miSstjórnarvald og stjórn- rænar aSferSir séu þeim mun nauSsynlegri, sem landiS er frum- slæSara í efnahagslegu Lilliti, efnahagsþróunin og iSnvæSingin hraS- ari, meiri nauSsyn á aS láta nokkur höfuSmarkmiS ganga fyrir öllu öSru, breytingarnar á þjóSfélagsbyggingunni hraSari og djúptæk- ari. Eftir því sem þjóSarbúskapurinn kemst á hærra þróunarstig, jafnvægisleysiS milli framleiSslugreina og þar af leiSandi nauSsyn á endurdreifingu þjóSarteknanna minnkar, er hægt aS draga smám saman úr stjórnrænum ráSstöfunum og byggja í staSinn á efna- hagslegum hagsmunum framleiSendanna og óbeinni íhlutun aS ofan. NauSsynlegt er á hverjum staS og tíma aS finna hiS rétta hlut- fall milli þessara tvenns konar aSferSa; þetta er þaS höfuSvanda- mál, sem undanfarin ár hefur á ýmsan hátt veriS glímt viS i lönd- um sósíalismans. Ef gefinn er nánari gaumur aS þróuninni í Júgóslavíu, lítur helzt út fyrir, aS áriS 1954 hafi átt sér staS stökkbreyting í aSferSum

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.