Réttur


Réttur - 01.01.1963, Side 28

Réttur - 01.01.1963, Side 28
28 RÉTTUR áætlunarbúskapar þar í landi, en síðan hafi þróunin verið hægari, þótt hún hafi stöðugt stefnt í sömu átt. í því sambandi eru það einkum tvær spurningar, sem óhjákvæmi- legt er að beina til júgóslavneskra kommúnista. I fyrsta lagi: Er þróunarstig júgóslavnesks þjóðfélags slikt, að það leyfi jafn mikla valddreifingu og átt hefur sér stað? Og í öðru lagi: Hafa ekki lög- mál markaðsins fengið í Júgóslavíu meira svigrúm en viðunandi er í sósíalísku þjóðfélagi, á hvaða þróunarstigi sem það er? Sveiflur verðlagsins á markaðnum, valddreifingin í fjárfestingar- málum, ákvörðunarvald fyrirtækjanna um vinnlaun, vöntun ríkis- einokunar á utanríkisverzlun — allt þetta samanlagt leggur hinar alvarlegustu hindranir í götu árangursríks áætlunarbúskapar. Hætt er við, að nauðsynlegt verði að grípa til stjórnrænna aðferða eftir á, til að leiðrétta ýmislegt misræmi, í svo ríkum mæli, að þessar að- ferðir breiðist út í trássi við kenninguna og valdsvið þeirra verði býsna mikið. — En enda þótt vart verði komizt hjá þeirri ályktun, að valddreifingin og afnám hinna stjórnrænu aðferða hafi í Júgó- slavíu farið út í öfgar, er heldur ekki hægt að neita hinu, að þeir hófust handa á þessu sviði fyrir nærri tíu árum, áður en ráðamenn í öðrum sósíalískum löndum höfðu gert sér grein fyrir, að hér væri yfirleitt um nokkur vandamál að ræða. Júgóslövum hefur auðvitað ekki tekizt að leysa þau, a. m. k. ekki enn þá; en viðurkenningu eiga þeir skilda fyrir að hafa fyrstir bent á þau. JÓHANN PÁLL ÁRNASON þýddi úr ítölsku.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.