Réttur - 01.01.1963, Síða 30
30
R É T T U R
ólýsanlegar þjáningar. Hinn blakki vísindamaður, William Dubois,
hefur skrifað: „Þetta var rán heils meginlands, sem hvorki forn
né ný saga þekkja önnur dæmi til.“
Dubois gerir ráð fyrir að fyrir hvern einn þræl, sem fluttur var
tii Vesturheims hafi fimm verið drepnir í Afríku eða dáið á leið-
inni og fullyrðir á þessuin forsendum að þrælasalan hafi kostað
Afríku 60 milljónir manna. Davidson segir i bók sinni að 50 mill-
jónum þræla hafi verið skilað lifandi yfir Atlanzhaf. Ef útreikingar
Dubois eru réttir þá verður útkoman sú að á 400 árum þrælahalds
liafi Afríka misst 400 milljónir manna.
Þrælaverzlunin var sannarlega ábatasöm fyrir hinn evrópska
kapítalisma. Einkum fyrir England. Það hefur verið rannsakað, að
á enskum skipum hafi verið fluttir frá Afríku fjórum sinnum fleiri
þrælar en á skipum allra annarra landa, er fengust við þrælaverzlun
samanlagt. Sú auðsöfnun, se:n þessi verzlun hafði í för með sér,
undirhjó jarðveginn fyrir þróun hins kapítalistíska iðnaðar. Skipa-
smíðar til þrælaflutninga hi'aðaði mjög þróun Liverpool, en fram-
leiðsla baðrnullarvarnings, sem nauðsynlegur var sem gjaldmiðill í
Jsrælakaupum, var mikill Jráttur i Jrróun Manchester. „Án joræla-
haldsins", skrifar Marx, „hefði haðmull ekki verið; án haðmullar
var iðnaður nútímans óhugsandi. Þrælahaldið gerði nýlendurnar
verðmætar, nýlendurnar skcpuðu heimsverzlunina, heimsverzlunin
er óhjákvæmileg forsenda stóriðju.“
Nú, þegar vestrænir áróðursmenn halda enn áfram að þusa um
]>ann „ávinning“, sem „boðberar menningarinnar“ færðu Afríku,
er mjög tímabært að minna á það, hvaða Jjýðingu Jrrælasalan hafði
fyrir kapítalismann. Með frásögn sinni gerir Davidson öllum Jreim
rrikinn greiða, sem berjast fyrir fullu sjálfstæði Afríku.
Mikill hluti bókarinnar er helgaður rannsókn á afleiðingum
þrælasölunnar fyrir Jrjóðfélagshætti Afríku sjálfrar. Höfundur
sýnir hvernig hin svarta Afríka þróaðist einangruð frá Miðjarðar-
hafslöndunum og nálægum Austurlöndum, hvernig hún var svift
beinum og stöðugum áhrifum frá þessum svæðurn. Af því leiddi,
að í nokkrum héruðum Afríku varðveittist ættflokkaskipulag. Á
öðrum svæðum gerðust breytingar, sem komu Jreim á aðfaraskeið
aðalsveldis.
Davidson álítur að sérkenni liinna síðarnefndu ]>jóðfélagshátta í
Afríku hafi einkum verið fólgin í því, að ]>eir byggðu ekki á vinnu
ánauðugra manna, og svo Jjví að ættflokkarnir lögðust ekki af iil