Réttur


Réttur - 01.01.1963, Qupperneq 31

Réttur - 01.01.1963, Qupperneq 31
K E T T U R 31 fulls. Því álítur liann að þetta fyrirbæri megi kalla „ætlflokka- feudalisma“. Það var þetla þjóðskipulag, sem í sumum héruðum var ættasam- félag en í öðrum „ættflokka-feudalismi“, er beið mikinn hnekki við aðför Evrópumanna og þá þrælasölu, sem benni fylgdi. Ahrif þrælasölunnar á samfélagshætti Afríkumanna voru afskap- leg. Þau komu ekki strax fram í efnahagslífinu. Jafnvel eftir að þrælasalan var komin í fullan gang „héldu Afríkumenn áfram að vefa dúka, bræða málma og smíða úr þeim og fást við margvíslega iðju aðra.“ En brátt stöðvaðist efnahagsþróunin, einkum í strand- héruðum, og nú hófst þjóðfélagsleg hnignun. Um 1650 var svo komið að eina útflutningsvara Afríku var fólk. Með því að flytja úl fólk, segir Davidson, fluttu hin afríkönsku ríki út auðmagn sitt, en arð fengu þau ekki af því, og hagkerfi þeirra riðaði til falls. „Hinir afríkönsku þrælar gátu aðeins aukið ríkidæmi húsbænda sinna — skapað auðæfi, sem aldrei sneru aftur til Afríku. Prang- arar Afríku fengu að vísu horgun fyrir það fólk, sem þeir seldu, en greiðslan fór fram í því formi, að hún gat ekki orðið efnahags- lífinu að liði. Það „auðmagn“ sem kaupmenn og smákóngar gátu safnað saman var allskonar glysvarningur og vopn. Frá efnahags- legu sjónarmiði má álíta þrælaverzlunina við Evrópu mjög frum- stætl og eyðileggjandi form nýlenduskipulags.“ Víðtæk notkun skotvopna var mjög afdrifarík staðreynd í þess- ari þróun. Það var ekki aðeins að þessi vopn hjálpuðu til að hæla niður mótspyrnu Afríkubúa. Enn alvarlegra var það, að þau urðu til þess að Afríka framdi sjálfsmorð. Þau hröktu Afríkumenn út í innbyrðis styrjaldir og sjálfseyðingu: „Til þess að komast yfir skotvopn var aðeins ein leið — skelfileg en óhjákvæmileg: að gera aðra að þrælum. Annars hefðu menn sjálfir hreytzt í þræla.“ Þannig rændu þrælakaupmenn ekki einungis Afríku, heldur var og sjálft eðli iðju þeirra með þeim hætti, að hún stöðvaði þróun framleiðsluafla álfunnar. Það var skift á þrælum og vopnum, gini og glysvarningi — vörum, sem höfðu ekkert gildi fyrir framleiðsl- una. Til þess að forða sér undan þrældómi reyndi hver ættflokkur í örvæntingu sinni að eignast skotvopn, sem hinn evrópski kapítalismi hafði meðferðis. En þessi nýju og voldugu vopn gátu menn eignast aðeins í skiptum fyrir þræla. Af því leiddi að ættflokkar og ríki tóku að herja hvort á annað. Þessar innbyrðisstyrjaldir og svo sala aðalframleiðsluaflsins, þ. e. vinnuaflsins, fyrir óþarfan varn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.