Réttur


Réttur - 01.01.1963, Page 35

Réttur - 01.01.1963, Page 35
R E T T U R 35 Suður-Ameríku að samningunum í Punta del este, sem fela í sér grundvallaratriði „Framfarabandalagsins“, er nú skilyrði fyrir því, að Bandaríkin styðji með lánveilingum við veikburða bakið á yfir- ráðastéttunum í Suður-Ameríku. Valdastéttirnar í Chile reyna að verða við kröfum Framfara- bandalagsins, hvort sem það stafar nú af tilfinnanlegum dollara- skorti þeirra eða af því að þær sjái, hve aðstaða þeirra er ella von- laus, nema bvort tveggja sé. En íhaldssömustu auðstjórnarklíkurnar, sem bafa úrslilaatkvæði í ríkisstjórn, standa gegn hinum nýju að- gerðum, að svo miklu leyti sem þeim er ætlað að setja ofan við þær, bæði fjárhagslega og stjórnmálalega. Þjóðfélagsþróunin í Chile krefst þess nú framar öllu öðru að stjórnartaumarnir verði dregnir úr böndum núverandi valdastétta. Fví benti XII. flokksþing vort, sem haldið var í marz ’62 á það, að meginverkefni alþýðuhreyfingarinnar væri baráttan fyrir alþýðu- sljórn. Alþýða manna hefur fagnað því ákaft að breytingunni var sett þetta mark að stefna að, og aðrir stjórnmálaflokkar sem standa að Þjóðfylkingunni (Popular Action Front) hafa einnig gert þetta takmark að sínu. Enda er augljóst, að raunhæft markmið er annars vegar en enginn óskadraumur. Þjóðfylkingin er í augum alþýðu það haráttu- og einingarafl, sem fært er um að taka völdin og leiða þá byltingu til lykta, sem nauðsyn er að gera í Chile. Það munaði minnstu í forsetakosningunum 1958 að Þjóðfylkingin hæri sigur úr hýtum, og síðan hefur henni enn vaxið styrkur verulega. Það er engum efa bundið, að öll skilyrði eru fyrir hendi til þess að brjót- ast áfram að takmarkinu. Hitt er jafnvíst, að möguleiki og veru- leiki er sitt hvað. Mörgum hindrunum verður að sigrast á, áður>en takmarkinu er náð; mörgum alvarlegum hættum verður að lijóða hyrginn og leiða marga orrustu enn til farsælla lykta og sameina öll lýðræðisöfl undir fána Þjóðfylkingarinnar. Heimsvaldasinnar bandarískir og þeirra nótar í landi voru, draga ekki dul á, að þeir óttist Jrann möguleika, að alþýðulneyfingin verði sigursæl í Chile. Og Jieir fara ekki heldur í launkofa með hinar margvíslegu ráðstafanir sínar til að koma í veg fyrir það. I glæfra- spili sínu hafa Jreir þrjú hátromp á hendinni: andlýðræðislega laga- setningu, sem myndi neyða kommúnistaflokkinn til að starfa aftur neðanjarðar og skerða kosningarétt alþýðu enn frekar; stjórnar- byllingu með hervaldi; og loks að styðja kristilega demokrataflokk- inn til valda að nokkru eða til fulls,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.