Réttur


Réttur - 01.01.1963, Qupperneq 36

Réttur - 01.01.1963, Qupperneq 36
36 U É T T U R í svipinn er stjórnarbylting í erkiafturhaldsátt meginhættan, sem vofir yfir Chile. Baráttan gegn þessari hættu er fremsta skylda lýð- ræðisaflanna. Þó ber þess að geta, að það er alvarlegum erfiðleikum hundið að koma í kring stjórnarbyltingu með valdatöku fasistískrar ríkisstjórnar að takmarki. Yfirgnæfandi meiri hluli þjóðarinnar er stjórnarhyllingunni mótfallinn. Flokkar þeir sem standa að ríkis- stjórninni lofsyngja óspart það sem þeir ngfna „representatíft lýð- ræði“ og henda á Chile sem fyrirmynd um lýðræðislegt sljórnarfar. Slíkar predikanir finna hljómgrunn hjá alþýðu manna, og valda- stéttirnar myndu reka sig á mótspyrnu fjöldans og finna grundvöll- inn gliðna undir fótum sér, ef þær skyldu dirfast að leggja út á braut stjórnarbyltingar. Við slíkar aðstæður gæti stjórnarbyltingartil- raun jafnvel flýtt fyrir lausn, sem hagstæð væri alþýðu manna. Þess vegna eru sumar klíkur valdastéttanna, sem óvissar eru um sigur í slíkri byltingu, hlynntari því að kreppa að alþýðu með afturhalds- löggjöf, eða með öðrum orðum að gera stjórnarbyltingu „á stjórn- lagagrundvelli“. Meginþorri þessara stétta tæki því hins vegar fegins hendi, ef kristilegir demókratar yrðu til þess að vinna fyrir þá óþurftarverkin. Kristilegir demókratar eru talsvert áhrifamikill og vaxandi flokk- ur, og fylla hann einkum katólíkar, embættismenn, iðnaðarmenn, smákaupmenn, jarðeigendur, stúdentar og verksmiðju- og skrifstofu- fólk. Þjóðfélagsgrundvöllur flokksins hefur neytt hann til að standa gegn afturhaldsstjórnum og vinna með öðrum þeim flokkum, sem að Þjóðfylkingunni standa, þar á meðal auðvitað vorum flokki. En jafnframt halda þeir því á loft, að velja verði á milli þeirra og „kommúnistahættunnar“. Stefna þeirra í innanlandsmálum fer venjulega saman við hagsmuni alþýðu. En megintilgangur flokksins er að vera eins konar hjörgunarskúta fyrir „vestræna menningu“ í Chile. Þannig þykist flokkurinn vera á varðbergi gegn heimsvalda- stefnunni, en styður að hinu leytinu stjórnarstefnu Kennedys í Suður-Ameríku. Að vissu leyti má segja, að kristilegir demókratar séu eins konar varalið heimsvaldastefnunnar í landi voru. En sá möguleiki er jafnframt til, að nokkur hluti þeirra kunni að ganga til liðs við haráttu alþýðuhreyfingarinnar gegn lénsveldi og heims- valdastefnu. Ráðandi öfl í stjórnarsamsteypunni, sem herða nú andkommún- istabaráttu sína undir sauðargæru „lýðræðisfylkingar“, fiska eftir því að innbyrða kristilega demokrata í ríkisstjórnarhlökkina. Sjálf-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.