Réttur - 01.01.1963, Síða 41
R É T T U R
41
nefnd kommúnistaflokksins, Samtök manna úr alþjóðaherdeildinni
og stuðningsmenn lýðveldis á Spáni til þess að bjarga lífi Grimaus.
Bertrand Russell hefur einnig kveðið upp fordæmingu á ógnar-
stjórninni. I bréfi til spænska sendiherrans í Lundúnum krafðist
hann þess, að ofsóknirnar á hendur heiðarlegu fólki yrðu stöðvaðar.
„Pyndingar, tugthúsþrælkun, fangasvelti, útlegðardómar og mis-
þyrmingar“, skrifaði hann, „eru aðfarir, sem óbrjálaðir menn og
viti bornir valdhafar geta ekki leyft sér.“
Listinn yfir fórnarlömb Francos telur nú endalausan fjölda af
nöfnum manna, sem barizt hafa fyrir frelsi spönsku þjóðarinnar,
manna af ýmsum flokkum og stjórnmálaskoðunum. Nú hefur nafn
Grimaus bætzt á þann lista.
Aðalritari spænska kommúnistaflokksins, Santiago Carillo, hefur
skorað í nafni flokksins á allan verkalýð, menntamenn, klerka og
föðurlandsvini í hernum að krefjast þess af dómsvöldunum að
öryggi Grimaus og annarra pólitískra fanga verði tryggt. Hann
krafðist þess, að hin illræmda „sósíal-pólitíska lögregla“ yrði leyst
upp“, hinir sérstöku pólitísku dómstólar afnumdir og föngum gefnar
upp sakir.
Því fleiri sem taka undir þá kröfu um gjörvallan heim, því meiri
vonir eru til að ógnarstjórninni sem þjakar Spán megi nú loksins
linna.
Þ. V. þýddi og stytti.
Til lesenda Réttar
I fyrsta hefti siðasta órgangs, 1962, var þess getið, að reynt yrði að
koma út 10 heftum á því óri. Þvi miður reyndist þetta ekki unnt, og komu
cðeins út 5 hefti, merkt 1.—7., alls 336 lesmólssiður.
A þessu óri er ætlunin að út komi eigi færri en 6 hefti, og hvert hefti
verði 4—5 arkir eða lesmólssíður olls eitthvað yfir 400.
Það er von ritsfjóra og ritnefndar, að nú takist að standa við óætlunina
og Réttur komi nokkuð reglulega til óskrifcnda.