Réttur


Réttur - 01.01.1963, Page 44

Réttur - 01.01.1963, Page 44
44 R É T T U R ið'naðarins í þjóðarbúskapnum var lítill, var ekki aðeins hægt að framkvæma ítrustu samfærslu í yfirstjórn heldur var það og óhjá- kvæmilegt á tímum verulegrar iðnaðarvankunnáttu, skorts á lærðu sljórnunarfólki og fáum kostum í hagkvæmri nýtingu iðnaðar- afurða. Þegar iðnvæðingin er orðin víðtæk leiðir þessi samfærsla í skipulagsmálum að sama skapi til tímafrekrar og orkusóandi skrif- finnsku. Þegar kostur er orðinn á færum og menntuðum starfskröft- um á öllum sviðum og víðtækt val um hagnýtingu framleiðslunnar, grefur slík samfærsla undan frumkvæði hjá starfsfólki iðnaðarins, ábyrgum viðbrögðum þess til nýrra framleiðsluaðferða og við kröf- um þeim sem neytendur gera til breytinga. I stuttu máli, veldur óskynsamlegri hagnýtingu auðlindanna. Þótt töluverð takmörkun á neyzlu, íbúðarbyggingum og öðrum gæðum sé stundum óhjákvæmi- leg meðan aðalviðfangsefnið er „frumstæð söfnun verðmæta“ dreg- ur hún jafnframt úr frumkvæði í störfum og áhuga fyrir aukinni fagþekkingu, leiðir af sér háskalegar fórnir og skort hjá vinnandi fólki og verður hindrun á vegi virkari framleiðni. Ef járnharður agi og einbeiting að frumstæðustu tímanlegum verkefnum efnahags- þróunarinnar er ráðandi viðhorf í öllu menningarlífi og listurn þá getur það ráðið úrslitum á vissu þróunarstigi um einhug almenn- ings, en á öðrum tíma verður áframhald slíkrar ósveigjanlegrar kreddufestu til þess að viðhalda þröngsýni og getuleysi lil að skilja ný söguleg þróunarstig, verður hræðilegur fjötur um fót nýsköp- unar og frelsis á öllum sviðum þjóðlífsins. Allt er þetta óumdeilanlegt um Sovétríkin og önnur sósíalísk ríki á svipuðu stigi; ekkert rúm er fyrir ágreining um það. -— Við getum umskrifað ljóðlínu eftir Schiller á þessa leið: „Stalín hefur gert sína skyldu og Stalín verður að fara.“ Það sem gerði það bráðnauðsynlegt að burtför hans yrði meiri- háttar pólitískt uppgjör var það, að hann gerði miklu meira (eða öllu heldur miklu minna) en skyldan bauð honum — að hann og aðrir í skjóli hans hrifsuðu til sín mikil völd sem þeir beittu til að upphefja sjálfa sig, til bitlingapólitíkur, hefndarverka og ofsókna á hendur persónulegum andstæðingum. Það varð alls staðar að upp- ræta handbendi Stalíns og vísikónga, setja í hreinsunareld starfs- aðferðir og stjórnir sem þróazl höfðu undir handarjaðri hans, and- rúmsloftið varð að endurnýja ef gera átti að raunveruleika aðkall- andi aukningu frjálsræðis og uppyngingu. En það sem er nauðsyn og jákvætt til framvindu sósíalísks lýð-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.