Réttur


Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 44

Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 44
44 R É T T U R ið'naðarins í þjóðarbúskapnum var lítill, var ekki aðeins hægt að framkvæma ítrustu samfærslu í yfirstjórn heldur var það og óhjá- kvæmilegt á tímum verulegrar iðnaðarvankunnáttu, skorts á lærðu sljórnunarfólki og fáum kostum í hagkvæmri nýtingu iðnaðar- afurða. Þegar iðnvæðingin er orðin víðtæk leiðir þessi samfærsla í skipulagsmálum að sama skapi til tímafrekrar og orkusóandi skrif- finnsku. Þegar kostur er orðinn á færum og menntuðum starfskröft- um á öllum sviðum og víðtækt val um hagnýtingu framleiðslunnar, grefur slík samfærsla undan frumkvæði hjá starfsfólki iðnaðarins, ábyrgum viðbrögðum þess til nýrra framleiðsluaðferða og við kröf- um þeim sem neytendur gera til breytinga. I stuttu máli, veldur óskynsamlegri hagnýtingu auðlindanna. Þótt töluverð takmörkun á neyzlu, íbúðarbyggingum og öðrum gæðum sé stundum óhjákvæmi- leg meðan aðalviðfangsefnið er „frumstæð söfnun verðmæta“ dreg- ur hún jafnframt úr frumkvæði í störfum og áhuga fyrir aukinni fagþekkingu, leiðir af sér háskalegar fórnir og skort hjá vinnandi fólki og verður hindrun á vegi virkari framleiðni. Ef járnharður agi og einbeiting að frumstæðustu tímanlegum verkefnum efnahags- þróunarinnar er ráðandi viðhorf í öllu menningarlífi og listurn þá getur það ráðið úrslitum á vissu þróunarstigi um einhug almenn- ings, en á öðrum tíma verður áframhald slíkrar ósveigjanlegrar kreddufestu til þess að viðhalda þröngsýni og getuleysi lil að skilja ný söguleg þróunarstig, verður hræðilegur fjötur um fót nýsköp- unar og frelsis á öllum sviðum þjóðlífsins. Allt er þetta óumdeilanlegt um Sovétríkin og önnur sósíalísk ríki á svipuðu stigi; ekkert rúm er fyrir ágreining um það. -— Við getum umskrifað ljóðlínu eftir Schiller á þessa leið: „Stalín hefur gert sína skyldu og Stalín verður að fara.“ Það sem gerði það bráðnauðsynlegt að burtför hans yrði meiri- háttar pólitískt uppgjör var það, að hann gerði miklu meira (eða öllu heldur miklu minna) en skyldan bauð honum — að hann og aðrir í skjóli hans hrifsuðu til sín mikil völd sem þeir beittu til að upphefja sjálfa sig, til bitlingapólitíkur, hefndarverka og ofsókna á hendur persónulegum andstæðingum. Það varð alls staðar að upp- ræta handbendi Stalíns og vísikónga, setja í hreinsunareld starfs- aðferðir og stjórnir sem þróazl höfðu undir handarjaðri hans, and- rúmsloftið varð að endurnýja ef gera átti að raunveruleika aðkall- andi aukningu frjálsræðis og uppyngingu. En það sem er nauðsyn og jákvætt til framvindu sósíalísks lýð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.