Réttur


Réttur - 01.01.1963, Qupperneq 48

Réttur - 01.01.1963, Qupperneq 48
48 R E T T U R eí þau eru tekin af daglegum þörfum eða rýra vonir hins sovézka „manns á götunni“, sem langar til að eignast að lokum sómasam- lega íbúð, borða góðan mat og ganga í þokkalegum fötum. Þessi efnahagslega spenna í heimshluta sósíalismans á sér hlið- stæðu í pólitískri spennu — ekki síður alvarlegri; um hana fjallar síðari spurningin. Hin mismunandi pólitísku þróunarstig sósíalísku landanna eru ekki síður áberandi en þau efnahagslegu, einkum á mikilvægustu svæðunum í alþjóðlegum viðhorfum. Sovétríkin og fiest sósíalísku ríkin í Evrópu eru pólitískt stöðug og byggja á langæjum áætlunum efnahags og félagsmála. Þau vilja draga úr styrjaldarhættunni og hervæðingarkostnaði eftir því sem föng eru á; hvort tveggja flýtir fiamkvæmd áætlana þeirra. Þetta er svipuð afstaða og 1924 eftir ósigur Hamborgaruppreisnarinnar, er „hægri armur“ forustunnar í Sovétríkjunum taldi að í auðvaldsheiminum væri að hefjast tíma- bil „tiltölulegs stöðugleika“, og tóku þá utanríkisstefnu undir for- ustu Litvinovs að draga úr alþjóðlegri spennu og tryggja sameigin- legt öryggi. Nú er því haldið fram -—• þó í öðrum tilgangi — að núverandi tímabil krefjist „friðsamlegrar sambúðar“ og nokkurra tiislakana gagnvart heimsveldunum. I fyrra fallinu var það augljóst að byltingarstormurinn sem kom í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar var um garð genginn. Nú er stefnubreytingin talin höfuðnauðsyn vegna yfirvofandi tortímingarhætlu mannkynsins af nýrri heims- styrjöid; og einnig vegna þess, að aðeins á friðartímum fæst nauð- synlegt ráðrúm til þess að gera hinn sósíalíska hluta heimsins ósigr- andi og ná endanlegum sigri í hinni sögulegu liaráttu fyrir sósíal- isma í öllum heiminum. Hér eru samtvinnuð helztu alþjóðlegu vandamál byltingarsinn- aðrar stjórnlistar. Hverjar eru lágmarkskröfur fyrir samkomulagi við vesturveldin og iivað ákvarðar þær? Er nóg að komast að ein- livers konar modus vivendi (bráðabirgðalausn) sem tryggði t. d. ótruflaða þróun Þýzka alþýðulýðveldisins? Það virðist stundum afstaða Sovétríkjanna. Eða ætti að gera víðtækt samkomulag um hin langtum flóknari vandamál Asíu að conditio sine qua non (ófrá- víkjanlegu skilyrði) fyrir hvers konar tilslökun? Og hvernig á að ákvarða valdið og baráttuaðferðir gegn imperíalismanum? Er imperíaiisminn á þessari öld jafnvægis í kjarnorkubúnaði og upp- reisna nýlendna og undirokaðra þjóða aðeins „pappírstígrisdýr“ sem veltur um koll ef liann er dreginn fyrir dóm, eða er ennþá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.