Réttur


Réttur - 01.01.1963, Side 49

Réttur - 01.01.1963, Side 49
R É T T U R 49 nægjanlegt líf og kraftur í skepnunni til að tortíma heiminum, ef hann er hrakinn í klípu örvæntingar? Svör Asíukommúnista eru vafalaust ólík svörum Kommúnista- flokks Sovétríkjanna. Kína og mörg önnur Asíuríki eiga í borgara- styrjöld; skæruliðar heyja víð'a hetjulega baráttu gegn afturhaldi; bandaríkst auSvald þröngvar inn á þá hataðri yfirdrottnun og tryggir henni völd. Kína fær ekki frið til að leysa sín einföldustu vandamál — t. d. gagnvart Taiwan —; önnur eru klofin um miðju eins og Kórea, Vietnam og Laos; þeim er meinaður óumdeilanlegur aðildarréttur að alþjóðasamtökum; verða fyrir efnahagsþvingun- um og einangrun. Hin sósíalísku ríki Asíu telja sameiningu Taiwan við heimalandið sjálfsagða, frelsun Suðurkóreu og Suðurvíetnams, aðild Kína að Sameinuðu þjóðunum o. s. frv.; og ekki síður aðkall- andi en lausn Berlínardeilunnar. Þetta þýðir ekki — eins og þráfaldlega er fullyrt í vestrænum blöðum af illkvittni eða heimsku nema bæði sé — að Kínverjar vilji fara í styrjöld út af þessum málum, eða séu jafnvel talsmenn ábyrgð- arlausrar áhættu í utanríkismálum sósíalísku ríkjanna. Ekkert er fjær sannleikanum. En Kínverjar álíta að afstaðan til vesturveld- anna sé of sáttfús og muni hafa óheillavænleg áhrif á siðferðisþrek byltingarmanna í Asíu og víðar; halda því fram að núverandi sögu- legar aðstæður krefjist skeleggrar afstöðu til imperíalismans en ekki málamiðlunar. Slíkt myndi reynast öflug hvatning til alþýðu í vanþróuðum löndum, gera hana róttækari og þar með styrkja hina sósíalísku hreyfingu. Sovétríkin taka aðra afstöðu, vilja að m. k. hlé á alþjóðlegum álökum og leita samkomulags, jafnvel um veigaminni ágreiningsmál. Þetta hefur ýtt undir þær grunsemdir, að sovézkir leiðtogar kunni að vera reiðubúnir til samkomulags við Bandaríkin, ef ekki á kostn- að þá a. m. k. án tillits til hagsmuna Kínverja og annarra sósíalískra ríkja í Asíu. — Það er kaldhæðnisleg staðreynd að meiri ástæða var til að gruna Stalín um græsku í slíku en Khrústsév. Það var sá fyrrnefndi sem vildi gera kaupin við Harry Hopkins, fulltrúa Roose- velts Bandaríkj aforseta, um að hindra valdatöku kommúnista í Kína fyrir aðkallandi ameríska aðstoð til Sovétríkjanna. Að ekkert varð úr þeim kaupum var vissulega frekar „að kenna“ Kínverjum og Bandaríkjamönnum en Stalín. Þá er komið að þeirri viðamiklu spurningu, hvort nærtœkir hags- munir Sovétríkjanna séu komnjr í raunvcrulega mótsetningu, ekki

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.