Réttur - 01.01.1963, Síða 52
52
R É T T U R
arnir, sem fangelsaðir voru, heldur ákærandi þeirra. Fordæming
almennings á þessu athæfi var hins vegar svo ákveðin, að það varð
að láta Landwehr lausan eftir nokkra mánuði. En handtökutilskip-
unin hefur ekki verið afturkölluð heldur hefur handtökunni aðeins
verið frestað.
Refsiaðgerðirnar gegn demokrötum hafa tekið á sig mynd hreinna
ofbeldisverka og lögleysis. Shabrod, Sander og Landwehr var í raun-
inni gefið það að sök að neyta þeirra réttinda, sem stjórnarskráin
á að heita að tryggja mönnum. Rétturinn taldi sem sé „öryggi ríkis-
ins“ ógnað með því, að þeir voru í framboði til síðustu þingkosninga
og flettu þá ofan af pólitískum andstæðingum í löglegum stjórnmála-
Llöðum.
Sömu sökum var hópur kommúnista í Hamborg borinn. I mála-
ferlunum viðurkenndi dómarinn, að „sem menn væru þeir vamm-
lausir“; að þær skoðanir, sem þeir hefðu látið í ljós í kosninga-
baráttunni kynnu „ef til vill mörg af oss, sem hér erum stödd að
taka undir“; að „ósannað væri“, að þeir hefðu samband við Komm-
únistaflokk Þýzkalands. Eigi að síður voru þeir dæmdir í fangelsi
á þeim grundvelli einum, að þeir hefðu ekki dregið neina dul á
kommúnistískar skoðanir sínar.
Hinar löglausu aðfarir stjórnarvaldanna gegn kommúnistaflokkn-
um hafa raunar gert að engu það sem eftir var af stj órnarfarslegu
lýðræði í Vestur-Þýzkalandi. Fátt sýnir það betur en hin hróplega
aðför að stærsta borgaralega tímariti landsins, „Der Spiegel“. 1
iok október voru útgefandi þess, tveir aðalritstjórar og fulltrúar
þeirra, handteknir og ákærðir fyrir landráð. Lögreglan lét greipar
sópa um skjalahirzlur á skrifstofum blaðstjórnar og heimilum hinna
handteknu. Max Reimann, aðalritari kommúnistaflokksins, for-
dæmdi þessa ofbeldisráðstöfun í sérstakri yfirlýsingu og taldi hana
„birta Þýzkalandi og umheiminum öllum eins og í leiftursýn, hvernig
málum væri komið um skoðana- og samvizkufrelsi og mál- og prent-
frelsi undir regimenti Bonnstjórnarinnar."
Málaferlin gegn samtökum píslarvotta nazistaofsóknanna, hafin í
þeim tilgangi að hanna samtökin með lögum, sýna einnig glöggt,
hve langt afturhaldsstjórnin í Bonn gengur í ofsóknum sínum. Enda
liafa þau vakið andstyggð og reiði langt út yfir landamæri Vestur-
Þýzkalands. I engu einasta landi Evrópu, nema þar sem fasista-
stjórnir fara með völd, hafa þeir sem stóðu í eldi hinnar andfasísku
baráttu verið skiptir rétti til að hafa með sér samtök,