Réttur


Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 52

Réttur - 01.01.1963, Blaðsíða 52
52 R É T T U R arnir, sem fangelsaðir voru, heldur ákærandi þeirra. Fordæming almennings á þessu athæfi var hins vegar svo ákveðin, að það varð að láta Landwehr lausan eftir nokkra mánuði. En handtökutilskip- unin hefur ekki verið afturkölluð heldur hefur handtökunni aðeins verið frestað. Refsiaðgerðirnar gegn demokrötum hafa tekið á sig mynd hreinna ofbeldisverka og lögleysis. Shabrod, Sander og Landwehr var í raun- inni gefið það að sök að neyta þeirra réttinda, sem stjórnarskráin á að heita að tryggja mönnum. Rétturinn taldi sem sé „öryggi ríkis- ins“ ógnað með því, að þeir voru í framboði til síðustu þingkosninga og flettu þá ofan af pólitískum andstæðingum í löglegum stjórnmála- Llöðum. Sömu sökum var hópur kommúnista í Hamborg borinn. I mála- ferlunum viðurkenndi dómarinn, að „sem menn væru þeir vamm- lausir“; að þær skoðanir, sem þeir hefðu látið í ljós í kosninga- baráttunni kynnu „ef til vill mörg af oss, sem hér erum stödd að taka undir“; að „ósannað væri“, að þeir hefðu samband við Komm- únistaflokk Þýzkalands. Eigi að síður voru þeir dæmdir í fangelsi á þeim grundvelli einum, að þeir hefðu ekki dregið neina dul á kommúnistískar skoðanir sínar. Hinar löglausu aðfarir stjórnarvaldanna gegn kommúnistaflokkn- um hafa raunar gert að engu það sem eftir var af stj órnarfarslegu lýðræði í Vestur-Þýzkalandi. Fátt sýnir það betur en hin hróplega aðför að stærsta borgaralega tímariti landsins, „Der Spiegel“. 1 iok október voru útgefandi þess, tveir aðalritstjórar og fulltrúar þeirra, handteknir og ákærðir fyrir landráð. Lögreglan lét greipar sópa um skjalahirzlur á skrifstofum blaðstjórnar og heimilum hinna handteknu. Max Reimann, aðalritari kommúnistaflokksins, for- dæmdi þessa ofbeldisráðstöfun í sérstakri yfirlýsingu og taldi hana „birta Þýzkalandi og umheiminum öllum eins og í leiftursýn, hvernig málum væri komið um skoðana- og samvizkufrelsi og mál- og prent- frelsi undir regimenti Bonnstjórnarinnar." Málaferlin gegn samtökum píslarvotta nazistaofsóknanna, hafin í þeim tilgangi að hanna samtökin með lögum, sýna einnig glöggt, hve langt afturhaldsstjórnin í Bonn gengur í ofsóknum sínum. Enda liafa þau vakið andstyggð og reiði langt út yfir landamæri Vestur- Þýzkalands. I engu einasta landi Evrópu, nema þar sem fasista- stjórnir fara með völd, hafa þeir sem stóðu í eldi hinnar andfasísku baráttu verið skiptir rétti til að hafa með sér samtök,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.