Réttur - 01.01.1963, Síða 54
LEOPOLD INFELD:
PU GW ASH-HRE YFIN GIN
— Siðferðileg ábyrgð vísindamanna —
[Leopold Infeld er heimskunnur eðlisfræðingur og Nobels-
verðlaunahafi. Starfar nú sem prófessor í Póllandi.J
Hver er ábyrgð vísindamanna til kjarnorkustríðs? l5eir eru
smiðir atomsprengjunnar og vetnissprengjunnar, og eldflaugarnar
til að bera þær hvert á land sem er, hafa þeir líka smíðað. En hvað
hugsa þeir um styrjaldarhættuna? Og hvað gera þeir til að koma
í veg fyrir styrjöld?
Vísindamenn líta þessa hluti misjöfnum augum eins og annað
fólk. Þeir vísindamenn, sem sameinaðir eru í hinni svo kölluðu
Pugwash-hreyfingu hafa fyrir sitt leyti svarað þessum spurningum
beint og óbeint.
Hver er þessi hreyfing?
Vorið 1955 fékk ég bréf frá Bertrand Russell og bauð liann mér
að undirita ávarp gegn kjarnorkustyrjöld. Einstein og ýmsir fleiri
höfðu þegar undirritað það. Að flestu leyti var ég ánægður með
það, þó að ég væri efins um orðalag á stöku stað. Ég leit þó svo á,
að meira skipti að undirrita það þegar, heldur en koma á framfæri
einhverjum orðlagsbreytingum, og hafði því engar vöflur við.
Stuttu síðar fékk bandaríski iðjuhöldurinn Cyrus Eaton, mennt-
aður og viðfelldinn maður, áhuga fyVir ávarpinu og hauð þeim,
sem höfðu undirritað það að koma saman, þar sem hann býr í
Pugwash í Nova Scotia í Canada, til að ræða afvopnunarmál. En
nafn þessa staðar hefur síðan verið bundið nokkrum ráðstefnum,
sem á eftir fóru.
Tíu slíkir fundir hafa verið haldnir fram að þessu í ýmsum lönd-
um, tveir þeir síðustu í Bretlandi, sá níundi í Cambridge og sá tí-
undi í Lundúnum, síðastliðið haust.