Réttur


Réttur - 01.01.1963, Síða 55

Réttur - 01.01.1963, Síða 55
R E T T U K 55 Á níundu ráðstefnunni var aðallega rætt um afvopnun, hvernig draga mætti úr viðsjám í alþjóðamálum og fleiri meginspurningar á stjórnmálum. Fulltrúar frá Ráðstjórnarríkjunum, Bandaríkjunum og Bretlandi létu mest á sér kveða á ráðstefnunni, en þar voru sam- an komnir sjötíu manns. Meðal fulllrúa Ráðstjórnarríkjanna voru afburðavísindamenn eins og varaforseti Vísindaakademíunnar Topehiev; Nóbelsverðlauna- liafinn Tamm og N. N. Bogoljúbor, binn mikilsvirti stærðfræðing- ur og eðilisfræðingur. Frá Bandaríkjunum kom Nóbelsverðlauna- hafinn I. Raby, vísindalegur ráðunaulur Kennedys forseta. Af Bret- lands hálfu konr til ráðstefnunnar, C. Powell, einnig Nóbelsverð- launahafi, og einn þeirra, sem undirrituðu hið upphaflega ávarp Russels og Einsteins; ennfremur prófessor Rotblat, ritari hreyfing- arinnar og forgöngumaður frá upphafi. Tíunda Pugwash-ráðstefnan, sem var enn fjölmennari (þátttak- endur 250) og haldin í stóru gistihúsi í Lundúnum, fjallaði um menningarmál, um nánari samskipti vísindamanna og hjálp við vanþróuð lönd. Hún var opnuð af Iiailsham lávarði, vísindamála- ráðherra Breta, Bertrand Russell flutti ávarp í upphafi fundar. Þegar hann samdi ávarpið árið 1955 lýsti ég honum sem virðuleg- um öldungi — liann var þá 83 ára. Nú, níræður að aldri, var hann ásýndum eins og stollur örn. Hann stóð teinréttur og flutti af tign- arlegri og hrífandi mælsku yfirlit um sögu og markmið hreyfingar- innar. Það var heiður að sitja hið næsta honum sem einn af „feðr- um“ Pugwash-hreyfingarinnnar. Áhrifamestu augnablik ráðstefnunnar voru ekki í umræðunum um menningarmál heldur um stjórnmál. Sem kunnugt er hafa samn- ingar um bann við kjarnorkuvopnatilraunum strandað á því, að Bandaríkin hafa haldið því fast fram að eftirlit með neðanj arðartil- raunum væri ekki einhlítt nema framkvæmt væri á staðnum, en Ráðstjórnarríkin fullyrt á hinn bóginn, að ganga mætti úr skugga um það úr fjarlægð, hvort slíkar sprengingar ællu sér stað. Á ráð- stefnunni áttu vísindamenn beggja þessara ríkja langar viðræður um þetta. Einn fundardaginn stakk ráðstjórnarvísindamaðurinn Tamm upp á því, að framkvæmt yrði eftirlit með jarðskjálftamæl- um í sambandi við sjálfvirk tæki, sem koma mætti upp á eins mörg- um stöðum og þurfa þætti. Á öld hinna sjálfvirku tækja væri það vandalaust, hvort heldur sem væri fyrir Bandaríkin eða Ráðstjórn- arríkin, að fylgjast á þann hátt með því hvort sprengingar ættu sér

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.