Réttur


Réttur - 01.01.1963, Síða 56

Réttur - 01.01.1963, Síða 56
56 R É T T U R stað í hvoru landi fyrir sig. Þessi uppástunga ætti að geta leyst mik- inn vanda fyrir stjórnmálamennina, sem árum saman liafa velt þessu máli fyrir sér. Augljóst er, að Pugwash-ráðstefnurnar geta átt mikilsverðu hlut- verki að gegna í alþjóðastjórnmálum. Þessi hreyfing kemur fram sem samvizka vísindamanna um allan heirn og segja má, að með hverri ráðstefnu sé stigið skref að því takmarki að varðveita heims- friðinn og efla vináttu þjóða í milli. Sumir vísindamenn, eins og t. d. Bernal og vísindamenn frá sósí- alísku löndunum skipa sér til vinstri í hreyfingunni, aðrir eru greini- lega til liægri við miðjuna. En allir mætast í þeirri ósk að koma í veg fyrir styrjöld og stuðla að vináttu og samkomulagi á milli vesturs og austurs, hvað sem ólíkum hagkerfum líður. -----(Hér er sleppt úr greininni all-löngum kafla, þar sem meðal annars segir frá tveimur vísindamönnum, er heldur kveða við ólík- an tón, þeim Teller, sem kallaður hefur verið „faðir vetnissprengj- unnar“ og er höfundur bókarinnar The Legazy of Hiroshima, og Kahn, sem ritað hefur mikinn doðrant um kjarnorkustyrjöld (On Thermonuclear War). Síðan víkur Infeld aflur að Pugwash-hreyf- ingunni). Sem betur fer eru Teller og Kahn undantekningar. Pugwash- hreyfingin gefur réttari hugmynd um siðferðileg sjónarmið vísinda- manna yfirleitt, því enda þótt þeir kunni að hafa mismunandi skoð- anir á þjóðfélagsmálum, er yfirgnæfandi meirihluti þeirra sammála þeim viðhorfum, sem fram komu á ráðstefnunni í Lundúnum og fólgin voru í eftirfarandi yfirlýsingu: „Vér, vísindamenn tró þrjótíu og fimm löndum, soman komnir ó tíundu róðstefnu Pugwash-hreyfingarinnar, þar sem fjallað vor um efnið „Visindi og alþjóðavandamól", erum ó einu móli um það, að visindabylting nútímans hafi valdið þvi, að veröldin horfist í augu við aðstæður, sem séu gjörbreyttar i grundvallaratriðum, þar sem mannkynið hafi nú óður ókunna möguleika hvort heldur til upp- byggingar eða eyðileggingar. Vér höfum komið saman i Lundúnum af þeim hvötum, að vér viljum gera allt, sem er í voru valdi, til þcss að vísindin verði mannkyninu blessun en ekki bölvun." Þorsteinn Valdimarsson, íslenzkaði.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.