Réttur - 01.01.1963, Qupperneq 58
58
R É T T U R
versku ríkja og forustumenn verkalýðssambandsins og bændasam-
bandsins Kisan Sabha. Helmingurinn af miðstjórnarmönnum ind-
verska Kommúnistaflokksins og 11 af meðlimum framkvæmdanefnd-
ar hans eru í fangelsi. Sumstaðar eru allir meðlimir framkvæmda-
nefnda flokksins í hinum einstöku ríkjum, og þorri miðstjórnar-
meðlima í fangelsum. Kommúnistaflokkurinn er sem kunnugt er
sterkasti flokkur í Kerala-ríki, þar sem hann fór með ríkisstjórn
1957—59. Þar eru fimm fyrrverandi ráðherrar flokksins í fangelsi
og helmingurinn af meðlimum flokksstjórnarinnar þar.
Afturhaldið á Indlandi æsir til þessara ofsókna, heimtar jafnvel
bann flokksins. Formaður þingflokks kommúnista, Bhupesli Gupla,
brennimerkti þessar lögregluaðgerðir í þingræðu 13. desember sem
ofsóknir gegn stærsta stjórnarandstöðuflokki landsins.
Fyrir nokkru réðust fasistar í Indlandi á aðalstöðvar Kommún-
istaflokksins í Nýju Delhi og kveiktu í þeim.
Hvaðanæva að úr heiminum liafa borist mótmæli gegn þessum
ofsóknum gegn kommúnistum í Indlandi.
Uppreisnin i Angola heldur ófram.
Utanríkisráðherra Portúgal reynir að telja heiminum trú um að
stjórnin hafi „friðað1 Angola. Það er ekki satt. Uppreisnin í Angola
heldur áfram. „Times“ segir að skæruliðarnir hafi 35000 fermílna
svæði á valdi sínu. Samkvæmt „Sunday Telegraph“ Jiafa uppreisnar-
menn 6000 vel vopnaða hermenn og 40000 Angolabúa, sem kveðja
má til vopna hvenær sem er. Þjóðfrelsisherinn er vel vígbúitin með
þungum enskum vélbyssum, léttum Bren-vélbyssum, Sten-vélpístol-
um og öðrum byssum og sprengjum, sem þjóðfrelsisherinn hefur
tekið af Portúgölum. — Portúgalska herstjórnin hefur sjálf, sann-
að, að utanríkisráðherrann sagði ósalt. Hún sendi liðstyrk 'iil Angola
um nýár, til þess að reyna að bæta upp tapið, sem hún hefur beðið.
Lógmarkstekjuþörf bandarískrar fjölskyldu og lífsafkoman.
Eftir bandarískum hagskýrslum þarf fjölskylda að hafa 6147
dollara árstekjur, til þess að komast sæmilega af. En eflir hagskýrsl-
unum hafa 41 milljón Bandaríkjamanna -—- eða fjórðungur þjóðar-
innar — 3000 dollara og þaðan af minna í árstekjur. Þessar stað-
reyndir ásamt mörgum öðrum um atvinnuleysið og misskiptingu