Réttur


Réttur - 01.01.1963, Side 62

Réttur - 01.01.1963, Side 62
Ritfregnir „Vandamál jriðarins og sósíal- ismans“. Tímarit Kommúnista- og verklýðsflokka um fræði- kenningu og fréttir. 6. árg. 1963, 1. hefti. Prag. Fyrsta hefti 6. árgangs þessa tíma- rits, sem á ensku ber nafnið „World Marxist Reviev“, er nýkomið út. Kemur það sem fyrr er sagt á mörg- um tungumálum. I þessu hefti ritar Todor Shiwkow, leiðtogi búlgarskra kommúnista, inn- gangsgrein um „Einingu sósíalistísku landanna, úrslitaforsenduna fyrir uppbyggingu kommúnismans." Léo Figures ritari í miðstjórn franska kommúnistaflokksins, ritar merkilega grein um fræðilega starf- semi franska Kommúnistaflokksins, sem eins og kunnugt er, er mjög sterkur meðal menntamanna, auk þess að vera forustuflokkur verka- lýðsins. Ymsir beztu og frægustu vísinda- og listamenn Frakka til- heyra flokknum. Það þarf aðeins að nefna nöfn eins og Langevin, Joliot- Curie, Picasso, Barbusse, Aragon, til þess að rifja upp, að blómi fransks menntalýðs fylgir þeim flokki. Vís- indatímarit flokksins eru fræg og vís- indastarfsemi hans mikil og alþjóð- leg. T. d. undirbjtiggu 60 háskóla- kennarar og vísindamenn flokksins að ósk ríkisstjórnarinnar á Kúbu á örfáum mánuðum allt efni til heim- spekikennslu í æðri skólum á Kúbu. Er það sérstök stofnun í flokknum, sem annast alla marxistiska rann- sókn: Centre d’Etude et de Recherch- es Marxistes — CERM. Deild þess- arar stofnunar fyrir listir og bók- menntir hefur skrifað „Bókmennta- sögu Frakklands", stærðfræðideildin undirbýr „sögu stærðfræðinnar“ o. s. frv. Þessi stofnun, CERM, hafði for- göngu ásamt stjórn ofannefnds tíma- rits um ráðstefnu þá, er haldin var vorið 1961 í Roaumont um framtíð mannkynsins. Var áður frá henni sagt í Rétti og birt tvö merkileg erindi, er þar voru flutt. Sumarið 1962 var ásamt vísindarannsólcnarstofnun franska ríkisins gengist fyrir ráð- stefnu um Kybernatik, hina nýju vís- indagrein sjálfstýrivéla og reiknings- heila. Er grein þessi öll hin fróðleg- asta. Masayoshi Oka, einn af forustu- mönnum japanska kommúnistaflokks- ins ritar um efnahagstengslin á milli japönsku og bandarísku einokunar- hringanna. Heinrich Bergmann um ástandið hjá bændum í Vestur-Þýzkalandi og pólitík Kommúnistaflokks Þýzka- lands. En þar er þorri smábænda nú dæmdur til gjaldþrots, því „sérfræð-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.