Réttur - 01.01.1963, Side 63
R E T T U R
63
ingura" Efnahagsbandalagsins finnst
aðeins þau bú bjargvænleg, seni hafa
yfir 50 hektara land.
Armand Nicolas ritari miðstjórnar
Kommúnistaflokks Martinique, ritar
um sjálfstjórnarbaráttu Martinique.
Grigori Tschuchrai skrifar um„vanda-
mál persónuleikans í listinni", en
Tschuclirai er sovézkur kvikmynda-
stjóri.
Þá birtir tímaritið viðtal við einn
af forustumönnum Kommúnistaflokks
Algier, en hann hefur nú verið bann-
aður.
Sagt er fró þeim gleðitíðindum að
griska þjóðhetjan Manolis Glesos,
— só er skar niður hakakrossfóna
nazista ó Akropolis 1941, — hafi
15. des. verið sleppt úr fangelsi,
eftir að griska afturhaidsstjórnin
hefur haldið honum þar í 4 ór. En
1200 baróttumenn gegn fasisman-
um og afturhaldinu sitja enn í dýfl-
issum griska afturhaldsins og hafa
sumir setið allt upp í 18 ór.
Danski blaðamaðurinn Kjeld Oster-
ling rifjar upp og rekur haráttu verka-
lýðsins fyrir friði. Minnir hann á 50
ára afraæli fundarins í Basel 1912,
sem Þorsteinn Erlingsson ræddi um í
erindi sínu í „Dagsbrún“ 1913, er
hirt var í 1. árgangi Réttar: „Verka-
mannasamtökin".
Þá koma ýtarlegar frásagnir frá
verkamannaflokkum víða um heim:
Frá Sjálfstæðisflokki Afríku (Sene-
gal), er hélt fyrsta flokksbing sitt
1962 og er marxistiskur flokkur, —
frá Kommúnistaflokki Pcru, sem í
34 ár hefur háð harða haráttu við
einræðið í landinu og í 14 ár
ekki getað haldið flokksþing,
fyrr en nú. Meginið af for-
ustumönnum flokksins liefur setið
í fangelsum og aðalritari flokksins,
Raul Acosta, losnaði ekki úr 20 mán-
aða dýflissu fyrr en eftir flokks-
þingið. Verkamanna-, bænda- og
stúdentasamtök Peru taka nú af
kappi að skipuleggja sig. Fordæmi
Kúbu vísar leiðina. Þá er sagt frá
nýafstöðnum flokksþingum ungverska
Verkamannaflokksins, Kommúnista-
flokks Ítalíu og Kommúnistaflokks
Tékkóslóvakíu. Sömuleiðis frá ýmissi
starfsemi annarra flokka.
Þá er sagt frá ráðstefnu, er ritstjórn
tímaritsins gekkst fyrir sumarið
1962 um „Vandamálin í sambandi
við myndun samfylkingar gegn im-
perialismanum“ og margir kunnir
marxistar hvaðanæva úr heimi tóku
þátt í, ekki sízt frá löndum Suður-
Ameríku.
Þá koma ritfregnir og síðan frá-
sagnir af ofsóknum auðvalds og fas-
isma gegn lýræðissinnum á Spáni,
Indlandi og Kamerun.
Hefti þetta er 88 síður í stóru broti.
Það fæst á sænsku, ensku og þýzku
hjá Bókabúð Máls og menningar,
Laugaveg 18, Reykjavík og má panta
það þar.
ERLENDAR BÆKUR.
Allmikil veraldarsaga er nú að
koma út á þýzku hjá VEB Deutscher
Verlag der Wissenschaften, Berlín.
Ritið er snúið úr rússnesku og á að
verða 10 bindi alls, og hafa tvö fyrstu
bindin þegar verið þýdd. Undirritaður
hefur aðeins séð 1. bindið, Weltge-
schichte /, en það er heljarmikið rit,
á níunda lmndrað blaðsíður, stórt í