Réttur


Réttur - 01.01.1963, Side 64

Réttur - 01.01.1963, Side 64
64 R É T T U R broti og prýtt mörgum myndum. Er þar rakin saga mannkynsins frá upp- bafi og fram á 6. öld f. Kr. Reynt er að gera grein fyrir forsögunni, eða ferli mannsins á eldri og yngri stein- öld, og stuðzt þar einkum við árangur fornleifarannsókna, þá er og rakin saga hinna elztu siðmenningarríkja, og lýkur þessu bindi á sögu Grikk- lands á 6. öld f. K. Virðist bindi þetta hið girnilegasta til fróðleiks — og er það m. a. mikill kostur, að elztu sögu austurlenzkra menningarríkja eru gerð þar allrækileg skil, en það eru þættir, sem oft vilja verða útundan í vestrænum sagnaritum af svipaðri gerð. Atburðir síðustu áratuga hafa mjög beint hugum manna að þjóðum Afríku, vandamálum þeirra og bar- áttu. Jack Woddis hefur ritað tvær ágætar bækur um kjör og frelsisbar- áttu binna þeldökku þjóða Suður- álfunnar: The Lion awakes og The Root oj Evil, sem komu út hjá Law- rence & Wishart, og hafa birzt í þýzkri þýðingu — og eru þar felldar saman í eitt „Afrika — das kontin- ent im Morgenrot“ (Dietz-Verlag). Þá er og nýlega komin út hjá Brockhaus- forlaginu í Leipzig bók eftir Linde og Brettschneider: fíevor der Weisse Mann kam (Aður en hvítu menn- irnir komu), og fjallar hún um menn- ingu Afríkusvertingja fyrr á öldum — og ýmis forvitnileg atriði og torleystar gátur i því sambandi. Idjá Dietz-forlaginu í Berlín hafa komið út ýmsar hækur í flokki svo- nefndra „undirstöðurita“ og eru þýdd- ar úr rússnesku. En undirstöSurit þessi eru stór og allviðamikil, eins konar kennslubækur um marxisk fræði á ýmsum sviðum. Af eldri bók- um í þessum flokki má t. d. nefna Grundlagen der Marxismus-Leninism- us (Undirstöðurit um kenningar Marx og Lenins), sem kom út 1960 — og er nú að birtast í nýrri og end- urbættri útgáfu, — og Grundlagen der Marxistischen Philosophie (Und- irstöðurit um Marxíska heimspeki) 1959. Nú er nýkomin í sama flokki bók um fagurfræði (Grundlagen der marxistiscli-leninistichen Asthetik, Dietz 1962) mikið rit, rúmar 700 bls. og einkar fróðlegt, ekki sízt þættirnir úr sögu fagurfræðinnar. Þá er og von á sams konar riti um siðfræði eða „ethik“, ef það er ekki þegar komið út. Á. fí. M.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.