Réttur


Réttur - 01.01.1964, Page 12

Réttur - 01.01.1964, Page 12
12 H É T T U R Ást Davíðs til íslands var fölskvalaus og fögur eins og kvæðin sanna. Hann spannar þar yfir allt frá upphafi vorrar þjóðar til bar- áttu hennar nú. Hann var einlægur andstæðingur þess hernáms, er inn á oss brauzt þann 10. maí 1940 og hrjáð hefur land vort síðan. Hann fyrirleit fasismann, eins og „Hotel Evrópa“ bezt sýnir. Hann hataði stríð og vopnavald og vildi gegn því vinna jafnt í leikritum sínum sem ljóðum. Því segir hann 1946 (í „Til friðar- ráðstefnu í London“): „Svo viti það öll voldug þjóðabákn, að vopnleysið er Islands friðartákn, þess mesta gæfa, guði vígður eiður, gjöfin, sem börnin erfa, landsins heiður, bæn, sem er flutt til bjargar öllum lýðum, bann, sem er lagt við hnefarétti og stríðum, örlagaspá, sem allar þjóðir varðar, hin æðsta hugsjón vorrar þjáðu jarðar.“ Hann vissi að þá fyrst, þegar valdinu endanlega er útrýmt úr samfélagi manna, jafnt valdi sverðsins sem öðru, þá fyrst gat hug- sjón hans rætzt: „Ef friða skal fornar byggðir og frelsa vorn helgidóm, þarf önnur og kröftugri kvæði en kvak um stjörnur og blóm. Því enn eru brandar brýndir og barizt um örlög tvenn. Er sögunni um sverðið lýkur, hefst sagan — um frjálsa menn.“ En hann kunni líka að segja þjóð sinni til syndanna, er lionum fannst menn sitja við sumbl, þegar aðrir börðust fyrir lífi og frelsi. „Sendiboðinn" segir bezt um það. Davíð kenndi alla ævina til í stormum sinnar tíðar, þótt kann kysi með aldrinum að draga sig sem mest í hlé.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.