Réttur


Réttur - 01.01.1964, Blaðsíða 12

Réttur - 01.01.1964, Blaðsíða 12
12 H É T T U R Ást Davíðs til íslands var fölskvalaus og fögur eins og kvæðin sanna. Hann spannar þar yfir allt frá upphafi vorrar þjóðar til bar- áttu hennar nú. Hann var einlægur andstæðingur þess hernáms, er inn á oss brauzt þann 10. maí 1940 og hrjáð hefur land vort síðan. Hann fyrirleit fasismann, eins og „Hotel Evrópa“ bezt sýnir. Hann hataði stríð og vopnavald og vildi gegn því vinna jafnt í leikritum sínum sem ljóðum. Því segir hann 1946 (í „Til friðar- ráðstefnu í London“): „Svo viti það öll voldug þjóðabákn, að vopnleysið er Islands friðartákn, þess mesta gæfa, guði vígður eiður, gjöfin, sem börnin erfa, landsins heiður, bæn, sem er flutt til bjargar öllum lýðum, bann, sem er lagt við hnefarétti og stríðum, örlagaspá, sem allar þjóðir varðar, hin æðsta hugsjón vorrar þjáðu jarðar.“ Hann vissi að þá fyrst, þegar valdinu endanlega er útrýmt úr samfélagi manna, jafnt valdi sverðsins sem öðru, þá fyrst gat hug- sjón hans rætzt: „Ef friða skal fornar byggðir og frelsa vorn helgidóm, þarf önnur og kröftugri kvæði en kvak um stjörnur og blóm. Því enn eru brandar brýndir og barizt um örlög tvenn. Er sögunni um sverðið lýkur, hefst sagan — um frjálsa menn.“ En hann kunni líka að segja þjóð sinni til syndanna, er lionum fannst menn sitja við sumbl, þegar aðrir börðust fyrir lífi og frelsi. „Sendiboðinn" segir bezt um það. Davíð kenndi alla ævina til í stormum sinnar tíðar, þótt kann kysi með aldrinum að draga sig sem mest í hlé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.