Réttur


Réttur - 01.01.1964, Side 20

Réttur - 01.01.1964, Side 20
20 R E T T U R John Reed fæddist 22. október 1887 í Portland (Oregon) í vest- urhéruðum Bandaríkjanna, af auðugu foreldri. Hann kom í heim- inn á heimili ömmu sinnar, glæsilegri höll í frönskum kastalastíl, umluktri víðlendum trjágarði með tamin dádýr á beit. Hann ólst upp við allsnægtir, gekk í skóla fyrir betri manna börn í Port- land, síðan í college barna heldri manna og loks í Harvard Uni- versity, uppeldisstöð bandarískra bisnissmanna, lögmanna, fram- kvæmdastjóra og jafnvel forsetaefna Bandaríkjanna. Auður og arf- leifð gerði allt, sem hægt var fyrir þennan fríða og gáfaða af- spreng ættarinnar. Þegar í æsku fannst Reed oft sem hann væri gestur meðal æsku- íélaga sinna. Framadraumar þeirra voru honum fjarstæðir. Hann átti sínar eigin skáldsýnir, undi sér við þjóðsögur úr byggðarlag- inu um hinn mikla Paul Bunyan, vemdara skógarhöggsmanna, og Johnny félaga hans, sem kallaður var „Inkslinger“. Hann ákvað að verða skáld. Reed fékk sína vaxtarverki -—■ og alloft sársaukafulla — flótta inn í heim bókmenntanna, viðkvæma lund, allar tegundir af „ism- um“, bóhemlíf í Greenwich Village, tilraunir með form án inni- halds, snögg umskipti á átrúnaðargoðum, — Keats, Tennyson, Walt Whitman, Apollinaire. En einn var sá sjúkdómur, sem hann var ónæmur fyrir frá upphafi, sjálfsánægju og snobbisma. Ást hans á lífinu var ástríðuþrungin og hann hreifst og hrærðist yfir öllu, sem hann sá, „þetta er ánægjulegasti hluturinn í veröldinni.“ Kvæðin, sögurnar og greinarnar frá æskuárunum, skara ekki fram úr, þótt þær sýni ótvíræða hæfileika; þær minna á silfurhúð á ódýrum pening. Reed var að leita. Antaeus öðlaðist afl við að snerta jörðina. Reed fann sjálfan sig, er hæfileikar hans fengu að næringu safa hins sanna lífs. Vet- urinn 1913 hitti hann Bill Haywood, kunnan forustumann verka- lýðshreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Haywood bauð hinum unga blaðamanni til Paterson, þar stóð verkafólk silkiverksmiðju einnar í verkfalli. Reed gerðist strax fylgismaður verkfallsmanna. Hann var handtekinn og sat nokkra daga í fangaklefa með þeim. Hann skrifaði grein um reynslu sína í fangelsinu og nefndi hana „Stríðið í Paterson“. Þá leigði hann stærsta samkomuhús New York borgar og setti á svið „Leikinn um Paterson verkfallið.“ Reed var sjálfur höfundur, kostnaðarmaður og leikstjóri. Leik- cndyr voru verkfallsfólk frá Paterson, ræðumenn forustumenn

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.