Réttur


Réttur - 01.01.1964, Blaðsíða 20

Réttur - 01.01.1964, Blaðsíða 20
20 R E T T U R John Reed fæddist 22. október 1887 í Portland (Oregon) í vest- urhéruðum Bandaríkjanna, af auðugu foreldri. Hann kom í heim- inn á heimili ömmu sinnar, glæsilegri höll í frönskum kastalastíl, umluktri víðlendum trjágarði með tamin dádýr á beit. Hann ólst upp við allsnægtir, gekk í skóla fyrir betri manna börn í Port- land, síðan í college barna heldri manna og loks í Harvard Uni- versity, uppeldisstöð bandarískra bisnissmanna, lögmanna, fram- kvæmdastjóra og jafnvel forsetaefna Bandaríkjanna. Auður og arf- leifð gerði allt, sem hægt var fyrir þennan fríða og gáfaða af- spreng ættarinnar. Þegar í æsku fannst Reed oft sem hann væri gestur meðal æsku- íélaga sinna. Framadraumar þeirra voru honum fjarstæðir. Hann átti sínar eigin skáldsýnir, undi sér við þjóðsögur úr byggðarlag- inu um hinn mikla Paul Bunyan, vemdara skógarhöggsmanna, og Johnny félaga hans, sem kallaður var „Inkslinger“. Hann ákvað að verða skáld. Reed fékk sína vaxtarverki -—■ og alloft sársaukafulla — flótta inn í heim bókmenntanna, viðkvæma lund, allar tegundir af „ism- um“, bóhemlíf í Greenwich Village, tilraunir með form án inni- halds, snögg umskipti á átrúnaðargoðum, — Keats, Tennyson, Walt Whitman, Apollinaire. En einn var sá sjúkdómur, sem hann var ónæmur fyrir frá upphafi, sjálfsánægju og snobbisma. Ást hans á lífinu var ástríðuþrungin og hann hreifst og hrærðist yfir öllu, sem hann sá, „þetta er ánægjulegasti hluturinn í veröldinni.“ Kvæðin, sögurnar og greinarnar frá æskuárunum, skara ekki fram úr, þótt þær sýni ótvíræða hæfileika; þær minna á silfurhúð á ódýrum pening. Reed var að leita. Antaeus öðlaðist afl við að snerta jörðina. Reed fann sjálfan sig, er hæfileikar hans fengu að næringu safa hins sanna lífs. Vet- urinn 1913 hitti hann Bill Haywood, kunnan forustumann verka- lýðshreyfingarinnar í Bandaríkjunum. Haywood bauð hinum unga blaðamanni til Paterson, þar stóð verkafólk silkiverksmiðju einnar í verkfalli. Reed gerðist strax fylgismaður verkfallsmanna. Hann var handtekinn og sat nokkra daga í fangaklefa með þeim. Hann skrifaði grein um reynslu sína í fangelsinu og nefndi hana „Stríðið í Paterson“. Þá leigði hann stærsta samkomuhús New York borgar og setti á svið „Leikinn um Paterson verkfallið.“ Reed var sjálfur höfundur, kostnaðarmaður og leikstjóri. Leik- cndyr voru verkfallsfólk frá Paterson, ræðumenn forustumenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.