Réttur


Réttur - 01.01.1964, Page 22

Réttur - 01.01.1964, Page 22
22 R E T T U H hann Rússlandsferð. Allsstaöar risu upp torfærur og hann komst ekki til Pétursborgar fyrr en um haustið 1917. Eg sá hann fyrst á fundi bolsévika í Cirkus. Víst mátti sjá, að hann var óvenjulegur maður, en ég hefði samt gleymt honum, ef ég hefði ekki hitt hann aftur í Smolni í vopnuðu uppreistinni, og síðar í Tárída-höllinni — það var skömmu áður en hann fór lii Bandaríkjanna og sór þess dýran eið á þriðja Alrússneska þingi ráðanna, að beita öllum kröftum sínum til sigurs byltingunni. Reed kom til Bandaríkjanna og var ákærður fyrir landráð. Hann var fangelsaður um leið og skipið kom í höfn, síðan látinn laus gegn tryggingu. Það tók hann hálft ár að ná aftur ferðatösku sinni með minnisblöðunum og blaðaúrklippum, sem hann liafði viðað að sér í bók um rússnesku byltinguna, en þá lokaði hann sig inni og vann nótt sem dag að samningi bókarinnar „Tíu dagar, sem skóku heiminn.“ Sú bók hefur skapað sögu, hún er innblásin frá- sögn sjónarvotts; sá, sem les hana, lifir aftur hina ógleymaniegu daga. Auðvitað verður vart við ónákvæmni í bókinni og Reed vissi ekki um allt, sem gerðist, stundum missást honum í mati á gerð- um manna. Höfuðkostur bókarinnar er andi byltingarinnar, stór- fengleiki, alþýðlegt eðli og sigurvissa — þar taiar Reed sem boð- beri sannleikans. Sú spurning sækir á, hvernig hann komst yfir að sjá og skilja allt þetta. Skýringin getur ekki verið önnur en sú, að hann var sjálfur byltingarmaður — þaðan kom hugrekkið og skilningurinn — og, að hann var skáld og gat skapað djúphugs- aða og sanna mynd af þessum óvenjulegu atburðum. Lenin skrif- aði um bókina: „Hér er bók, sem ég vildi gjarnan sjá gefna út í milljónum eintaka og þýdda á allar tungur. Hún gerir sanna og mjög lifandi grein fyrir atburðunum, er mikilsverð til skilnings á því, hvað verkalýðsbylting er í raun og veru og alræði verka- lýðsins.“ Reed dvaldi u. þ. b. hálft ár í Bandaríkjunum, ferðaðist víða um, túlkaði skoðanir sínar á rússnesku byltingunni í fjölda tíma- ritsgreinum, var virkur í verkalýðshreyfingunni og einn af stofn- endum Kommúnistaflokks Bandaríkjanna. I árslok 1919 'heimsótti hann Sovét Rússland, ferðaðist þangað undir dulnefni sem kyndari á erlendu skipi og hætti í raun og veru lífi sínu. I Moskvu átti hann mörg viðtöl við Lenin, sem bar mikið traust til hans.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.