Réttur


Réttur - 01.01.1964, Blaðsíða 22

Réttur - 01.01.1964, Blaðsíða 22
22 R E T T U H hann Rússlandsferð. Allsstaöar risu upp torfærur og hann komst ekki til Pétursborgar fyrr en um haustið 1917. Eg sá hann fyrst á fundi bolsévika í Cirkus. Víst mátti sjá, að hann var óvenjulegur maður, en ég hefði samt gleymt honum, ef ég hefði ekki hitt hann aftur í Smolni í vopnuðu uppreistinni, og síðar í Tárída-höllinni — það var skömmu áður en hann fór lii Bandaríkjanna og sór þess dýran eið á þriðja Alrússneska þingi ráðanna, að beita öllum kröftum sínum til sigurs byltingunni. Reed kom til Bandaríkjanna og var ákærður fyrir landráð. Hann var fangelsaður um leið og skipið kom í höfn, síðan látinn laus gegn tryggingu. Það tók hann hálft ár að ná aftur ferðatösku sinni með minnisblöðunum og blaðaúrklippum, sem hann liafði viðað að sér í bók um rússnesku byltinguna, en þá lokaði hann sig inni og vann nótt sem dag að samningi bókarinnar „Tíu dagar, sem skóku heiminn.“ Sú bók hefur skapað sögu, hún er innblásin frá- sögn sjónarvotts; sá, sem les hana, lifir aftur hina ógleymaniegu daga. Auðvitað verður vart við ónákvæmni í bókinni og Reed vissi ekki um allt, sem gerðist, stundum missást honum í mati á gerð- um manna. Höfuðkostur bókarinnar er andi byltingarinnar, stór- fengleiki, alþýðlegt eðli og sigurvissa — þar taiar Reed sem boð- beri sannleikans. Sú spurning sækir á, hvernig hann komst yfir að sjá og skilja allt þetta. Skýringin getur ekki verið önnur en sú, að hann var sjálfur byltingarmaður — þaðan kom hugrekkið og skilningurinn — og, að hann var skáld og gat skapað djúphugs- aða og sanna mynd af þessum óvenjulegu atburðum. Lenin skrif- aði um bókina: „Hér er bók, sem ég vildi gjarnan sjá gefna út í milljónum eintaka og þýdda á allar tungur. Hún gerir sanna og mjög lifandi grein fyrir atburðunum, er mikilsverð til skilnings á því, hvað verkalýðsbylting er í raun og veru og alræði verka- lýðsins.“ Reed dvaldi u. þ. b. hálft ár í Bandaríkjunum, ferðaðist víða um, túlkaði skoðanir sínar á rússnesku byltingunni í fjölda tíma- ritsgreinum, var virkur í verkalýðshreyfingunni og einn af stofn- endum Kommúnistaflokks Bandaríkjanna. I árslok 1919 'heimsótti hann Sovét Rússland, ferðaðist þangað undir dulnefni sem kyndari á erlendu skipi og hætti í raun og veru lífi sínu. I Moskvu átti hann mörg viðtöl við Lenin, sem bar mikið traust til hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.