Réttur


Réttur - 01.01.1964, Page 51

Réttur - 01.01.1964, Page 51
R É T T U R 51 Seinni helmingur tultugustu aldarinnar mun sjá stórfengleg- ustu sigra, sem undirokaðar stéttir og þjóðir nokkru sinni hafa unnið. Byltingin íJFfússlandi 1917, byltingin í Kína 1949, bylting- arnar í Evrópu, Afríku, Asíu og Ameríku, nú síðast í Kúbu 1959, eru upphaf þess, er verða vill. Og nú fyrst, eftir þrengingar þess- arra áratuga, tekur alþýða þessarra landa að uppskera ávextina aí erfiði sínu og fórnum. Samfara pólilískri sókn og sigrum þessarra alþýðustétta og fyrri nýlenduþjóða, er svo að gerast algerasta tæknibylting veraldar- sögunnar. Síðari hluti Jiessarrar aldar mun sjá þorra mannkynsins taka á tveim, Jirem áratugum stökkið úr Jrrotlausum Jtrœl- dómi vélvana mannfélaga fram til algerlega iðnvæddra þjóð- félaga, J>ar sem Jyjóðnýtt sjálfvirkni tryggir hinu menntaða, vinnandi og hugsandi mannkyni efnahagslegar allsnœgtir, ef J)að aðeins kann að taka stjórnina á framleiðsluöflunum í sínar eigin hendur, en gerist ekki leiksoppur í hendi J)ess- arra hlindu efnahagsafla. Það er eins þýðingarmikið fyrir hið vinnandi mannkyn að þekkja lögmál síns eigin mannfélags og stjórna því í krafti þeirrar þekkingar, — og J>að kennir marxisminn J>ví, ■— eins og það er íyrir mennina að þekkja lögmál rafmagnsins til þess að hagnýta það eða leyndardóma kjarnorku og vetnisorku, til þess að beita þeim til að grundvalla útrýmingu alls strits og skorts á jörðinni. * Þegar öldin setur afnám auðhringanna á dagskrá, — þegar blá- fátækar þjóðir, fullar frelsisástar, bjóða þeim byrginn og sigra þá, — þá eru til menn á íslandi, sem vilja bjóða einokunarhringunum hingað lieim til þess að arðnýta okkar auðlindir í þeirra þágu. Það er eins og íslendingar hefðu fyrir 100 árum, þegar afnám að- als var á dagskrá aldarinnar, ákveðið að bjóða brottreknum aðli annarra landa liingað heim, gefa þeim bændajarðirnar og inn- leiða hér aðalslign, — eða rétt að fengnu verzlunarfrelsi viljað afnema það á ný og fá einokunarfélögin aftur. Það hefur hingað til verið styrkleikur íslenzks þjóðfrelsis og ein aðalundirstaða lýðræðis á íslandi, að erlendir einokunarauð- hringir hafa ekkj náð tökum tjl langframa á auðlindum landsins

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.