Réttur


Réttur - 01.01.1964, Page 59

Réttur - 01.01.1964, Page 59
R É T T U R 59 ALCOA var 1922 metinn á 100 millj. dollara. 1961 var höfuð- slóllinn orðinn um 1250 milljónir doilara. Samt hafði hringurinn á þeim tíma komið upp systur-hring í Kanada, — Aluminium Ltd. (ALTD), — sem annast alla erlenda fésýslu fyrir hönd ALCOA. Var það gert til þess að fara í kringum einokunarlögin í Bandaríkj- unum. Höfuðstóll ALTD var 1961 metinn á yfir milljarð dollara (1000 milljónir dollara). Hráefnið, bauxite, sem aluminium er unnið úr, fær hringurinn að níu tíundu hlutum frá eyjunum og löndunum við Kariba-haf, aðallega Jamaica, Surinam og brezka Guiana. — Ur bauxite er unnið aluminium-oxyd, við hita, — og úr aluminum-oxyd er unninn aluminium-málmurinn við mikið rafmagn. Um 1930 var aluminíum-hringurinn svo að segja einráður um íramleiðslu þessa í heiminum. Á styrjaldarárunum jókst þörfin og framleiðslan gífurlega, ekki síst vegna gildis aluminiums í fluginu. ALCOA var í nánu sam- starfi við þýzka auðhringinn IGF, einnig á stríðsárunum. Knúðu þá aðrir auðhringar á að komast inn í þessa framleiðslu og tókst þeim Kaiser og Reynolds það. Frá 1938 til 1955 ellefu-faldaðist aluminium-framleiðsla Bandaríkjanna. 1961 var annars vegar höfuðstóll og hins vegar gróði þessara auðfélaga fjögra (gróðinn að frádregnum sköttum og vöxtum), sem hér segir í milljónum dollara: Alcoa Altd Reynolds Kaiser Höfuðstóll 1160 1088 814 654 Gróði 135 109 80 86 Reynold, sem framléiddi minnst þessara fjögra 1961, framleiddi þá 44600 smálestir og öll aluminiumfélög í Norður-Ameríku utan þessara fjögra alls 32500 smálestir. Uessir aluminium-auðhringar arðræna eðlilega mörg þau lönd, sem þeir fá hráefnið frá. Meðaltekjur á mann í þeim löndum eru einn líundi liluti meðaltekna í Bandaríkjunum. Þessir fjórir auðhringar hafa 1961 samtals 410 milljón dollara gróða. (Það eru 17630 milljónir ísl. króna). Alcoa og Altd eru ófram drottnandi, þrátt fyrir tilkomu Reynolds og Kaisers. Verksmiðjur Alcoa og Alld framleiða 54% af því aluminium, sem Norður-Ameríka getur framleitt. Þessir hringir

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.