Réttur


Réttur - 01.01.1964, Page 62

Réttur - 01.01.1964, Page 62
62 R E T T U R breska auðfélagið The Dritish Aluminium Company. Rekstur fé- lagsins er í Eydehavn og Tyssedal. Félagið á meirihluta hlutafjár í Hardanger Jern- og Staalværk. Auk þessara ítaka brezka aluminiumhringsins, ræður hann Stangfjord Elektrokemiske Fabrikker og Vigelands Brug í Kristian- sand. Eins og sjá má af þessari upptalningu, er liinn ameríski alþjóða- hringur ALCOA og Altd drottnandi í Noregi sem annars staðar í auðvaldsheiminum. Eftir stríð hefur aluminiumiðnaðurinn verið aukinn mjög í Noregi. I fyrsta lagið hefur ríkið eignast tvö stórfyrirtæki í þessari grein: A/S Ardal og Sunndal Værk. Höfðu Þjóðverjar byrjað á þessu í stríðinu. Þessi ríkisfyrirtæki eru þó að nokkru bundin ameríska aluminiumhringnum sakir amerískra lána. Þau verða að kaupa allt aluminiumoxyd sitt frá Altd, Kanadahringnum, og borga í fullunnu aluminium, og mega ekki koma upp eigin framleiðslu á aluminiumoxyd. Árið 1958 var svo myndað nýtt hlutafélag: Mosjöen Aluminium A/S. Hlutaféð er 25 milljónir norskra króna. Þriðjung þess á Aluminium-Industrie-Aktien-Gesellschaft í Sviss. Það félag á verk- smiðjur víða um lönd og sækist nú eftir aðstöðu á íslandi. En eins og kunnugt er, þá hefur hið alþjóðlega hringavald oft mikið af auðmagni sínu í Sviss af skattaástæðum o. fl., en leitar þaðan ítaka í mörgum löndum. Utlenda auðvaldið er, eins og sjá má af þessu, mjög sterkt í aluminium-iðnaðinum í Noregi. Og stóraukning er að gerast á þessu sviði: Norsk Aluminium Company og dólturfélag þess Nordisk AL- uminiumsindustri eru að stækka fyrirtæki sín mjög mikið og bæta við nýju hlulafé. I Husnes í Kvinn-héraði á að byggja aluminiumfyrirtæki, er kost- ar um 500 miiljónir norskra króna. Helminginn af hlutafénu í því á fransk-svissneskt hlulafélag að eiga. Það lieitir Compadec & AIAG. En þetta AIAG er hið þegar nefnda Aluminium-Industrie-Aktien- Gesellschajt í Ziirich, sem þegar á aðalítökin í Mosjö-verksmiðj- unni. En við framkvæmdina á þessu máli gerðist það hneyksli, sem mikið hefur verið rætt um í norska stórþinginu, að binn helmingur

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.