Réttur


Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 7

Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 7
stuðning við innlendan iðnað. Nú fyrir nokkrum dög- um var brezkum auðhring, leppuðum af Sig. B. Sig- urðssyni, brezkum konsúl í Reykjavík, veitt leyfi til þess að leggja íslenzka þvottaefnaiðnaðinn í rústii*. Og loks hindraði Landsbankaklíkan framgang frum- varpsins um uppgjör Kveldúlfs nú á Alþingi. Árum saman hafa kommúnistar með þungum og óhrekjandi rökum sýnt fram á, hvernig ægivald þess- arar samvizkulausu f járglæfraklíku, hefir verið fjöt- ur um fót allra viðreisnarframkvæmda hér á landi, og skorað á núverandi stjórnarflokka að binda enda á drottnun hennar. Og kommúnistar hafa alla stjórn- artíð þeirra boðið nánustu samvinnu í þeim átökum, sem slíkar aðgerðif hlutu óhjákvæmilega að kosta. Slíkri samvinnu var þá alltaf hafnað. — En hvers- vegna ? Alþýðuflokkurinn varð fyrir þeirri óhamingju að komast undir áhrif manna, sem leitað höfðu nánari tengsla við afturhaldið en verkalýðinn, og af þeim rökum skýrist allt það neikvæða, sem flokkurinn lét hafa sig til og sú deyfð og andvaraleysi um hagsrauni alþýðunnar á þyngstu kreppuárunum 1931—’35, sem þá sýndist of oft einkenna flokkinn. 1 stað baráttu gegn Ihaldinu, var alltof mörgum af skeytum flokks- ins beint að hinum vaxandi Kommúnistaflokki (að vísu síður en svo án tilefnis alltaf; ,,gagnrýnin“ mun víst hafa verið viðlíka ,,sanngjörn“ og „heppileg“ á báða bóga, þegar verst var), en íhaldinu mátti ekki hlífa. Raddir um athafnir og verklýðspólitík fóru að gerast allháværar innan flokksins og þá var samin hin fræga 4 ára áætlun. Á þeirri stefnuskrá vann flokkurinn stóran kosningasigur og komst í stjórnar- aðstöðu í landinu, í fyrsta sinn. Efndirnar urðu minni en til stóð, sumpart fyrir festuleysi foringjanna, en sumpart vegna andstöðu Landsbankavaldsins. — Enn heyrðist sú raust er hrópaði á athafnir og efndir, og 87

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.