Réttur


Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 16

Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 16
brátt af Sölva, eftir því sem hann lifði þá fleiri. Það snerist fljótt upp í það, að hann brosti meðaumkvun- arlega óg talaði með lítilsvirðingu um þessar skrípa- legu kröfugöngur verkalýðsins, og gerði gys að met- ingi flokkanna um það, hvor fylkingin íhefði verið fjölmennari. Hann lærði utanbókar allskonar skrítlur um þetta fólk og pílagrímsgöngur þess þennan eina dag ársins. Og Oddur var alveg á sama máli og hann, eða það fannst Sölva. Sannleikurinn var sá, að Sölvi var á sama máli og Oddur, því það var Oddur, sem keypti Morgunblaðið, Sölvi bara las það — á kvöldin. Og fyrsti maí hélt áfram að koma ár eftir ár, og kröfugöngur verkalýðsins héldust við. Tala þeirra, sem þátt tóku í þeim, óx meira að segja árlega, og viðhorf Sölva ”breyttist lítið eitt á hverju ári. Um skeið fylltist hann magnaðri gremju yfir því, að lýðn- um skyldi haldast uppi slíkt hátterni. Þetta var hrein og bein móðgun við alla almennilega borgara, og hreinasta ómynd, að lögreglan skyldi ekki stemma stigu fyrir þessum óviðeigandi æsingum, kröfum og hótunum. Þetta varð að föstu umræðuefni milli hans og meistara Odds, strax og fóru að berast fregnir af undirbúningi þessa máls meðal verkalýðsins. Skyldi lögreglan nú láta þetta viðgangast lengur? voru spurningarnar dagana fyrir fyrsta maí. Ó, já, það bar ekki á öðru, en að hún léti bjóða sér þetta eins og fyrri daginn, sögðu þeir og hristu höf- uðin í takt, þegar byltingarsöngvarnir skullu á rúð- unum, svo varla heyrðist tístið í hinum mörgu klukk- um á verkstæðinu. Þær virtust ekki vera 1 neinni kröfugöngu, því þær gerðu ýmist, að standa, eða ganga íhver á sínum tímanum. Svo fóru að bætast nýir kraftar í þessar kröfu- göngur fyrsta maí. Það smitaði út frá sér, þetta göngulag. Nú voru borgararnir komnir af stað líka; en hópur þeirra heimtaði ekki brauð og réttlæti eins og hinir, heldur völd. Það var því ekki að furða, þó 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.