Réttur


Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 44

Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 44
við þetta stórveldi, sem eitt hefir máttinn til að brjóta. á bak aftur hið voðalega vald Bandaríkjaauðvaldsins.. Sjálfstæðisbarátta Indverja. Barátta Indverja fyrir sjálfstæði sínu er að komast á nýtt stig, eins og atburðir síðustu tíma þar í landi benda til. Bretar höfðu neyðzt til að gefa Indverjum stjórnarskrá, sem heitir landinu sjálfstjórn að nafn- inu til. Landið hefir, samkvæmt henni, sitt eigið þing og stjórn, og sama er að segja um hvert hinna 11 hér- aða, sem landið skiptist í, auk furstadæmanna. En hinsvegar eru þessi réttindi að miklu leyti ónýtt með sakleysislegu ákvæði um, að fylkisstjórarnir brezku skuli hafa úrslitavald umfram fylkisstjórnirnar um þau mál, er snerta ,,innanlandsöryggið“. Með þessu ákvæði er þeim í rauninni fengið lögregluvaldið í hendur, það er að segja hið raunverulega vald. Þannig: geta þeir, hvenær sem Bretum sýnist, sigað herliði á landslýðinn og kúgað hann til hlýðni, því að innan- landsöryggið er teygjanlegt hugtak. Kongressflokkurinn, sem hefir á stefnuskrá sinni fullt sjálfstæði Indlands, hefir við kosningar til þing- anna samkvæmt stjórnarskrá þessari hlotið meiri hluta atkvæða í 6 af íylkjunum. En síðan hefir flokk- urinn neitað að mynda stjórn í fylkjum þessum, nema því aðeins,að brezku fylkisstjórarnir afsöluðu sér rétti sínum til að grípa fram fyrir hendurnar á fylkis- stjórnunum í ákveðnum málum, og af þeim ástæðum munu nú minnihlutastjórnirnar fara með völdin, að minnsta kosti fyrst um sinn. Það er auðvitað, að brezka drottinstefnan gengur ekki með góðu að þessum kröfum, því að þar með væri tilgangur stjórnarskrárinnar ónýttur, sá að sætta Indverja við þjóðerniskúgun sína með því að veita þeim stjórnarbót í orði kveðnu. Baráttan er hafin. Kongressflokkurinn stofnaði til mótmæladags gegn stjtórnarskránni 31. marz, lýst var yfir allsherjar- 124

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.