Réttur


Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 11

Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 11
l'arið með það eins og mannsmorð að flestar ófarir iþeirra og athafnaleysi í viðreisnarstarfinu er bein- línis að kenna þeirri klíku innlendra og erlendra auð- valdsbraskara, sem stjórnað hefir Landsbankanum, Kveldúlfi, Ihaldsflokknum og hjáleigum hans. Og í stað þess að segja þjóðinni sannleikann um skemmd- arstarf þessarar klíku, hafa þeir oft fyllt blöð sín og kryddað ræður sínar með heimskulegum skætingi innbyrðis og barnalegum ásökunum á kommúnista. Það, sem Ihaldið ætlar sér að vinna þessar kosning- ar á, er því í fyrsta lagi sú kreppa og vandræði, sem það á sjálft drýgstan þátt í að skapa og viðhalda, og í öðru lagi sundurþykkja vinstri flokkanna sín á milli. Yinstri flokkarnir verða þess vegna að endurskoða afstöðu sína hver til annars þegar í stað, og skapa samkomulag um sameiginlega sókn í þessum kosning- um gegn hinum sameiginlega höfuðóvini þeirra allra, thaldsflokknum. Alþýðu- og Framsóknarflokkurinn mega ekki gleyma því, að þingmeirihluti þeirra síðast valt á hlutkesti, og að Íhaldið hampaði því óspart að þeir hefðu ekki meirihluta kjósenda á baki sér. Þeim verð- ur að skiljast það, að þjóðin hefir ekki efni á að tefla á tvær hættur nú, þegar úrslitabarátta er háð um það, hvort lýðræði fólksins eða fasismi Íhaldsins eigi að sigra. Ef Alþýðuflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn gera með sér bandalag í kosningunum, eru þeir ör- uggir um að koma 14 þingmönnum að. Ef þeir, gegn ákveðnum tryggingum fyrir vinstri pólitík á Alþingi, veita Framsókn stuðning eða hlutleysi í þeim kjör- •dæmum þar sem hún- er í hættu fyrir fulltrúum hins sameinaða Ihalds. eða fulltrúar hennar gætu fellt I- haldsþingmenn, væri skapaður mikill og sterkur vinstri meirihluti á Alþingi næsta kjörtímabil, og I- haldið hefði beðið úrslitaósigur. En hvað er þá í húfi ef íhaldið kemst til valda? 91

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.