Réttur


Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 35

Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 35
Flóttinn Eftir Stein Steinarr. ÞaíS var nótt. Og eg gekk eftir götunni. Og gatan var hljóS og mannlaus, því þaÖ var nótt. Eg gekk föstum og ákve'Snum skrefum og sagSi viS sjálfan mig: Sjá, eg er farinn á brott. Eg kem aldrei aftur. Og engum skal takast aS finna felustaS minn. Þá heyrSi eg snögglega fótatak einhvers á eftir mér. Og eg sneri mér viS, því eg vildi sjá hvort eg þekkti hann. En þaS var ekki neinn. ÞaS var aÖeins skóhljóS, sem elti mig. Og eg hrópaSi, skjálfandi röddu: HvaS hef eg þá gert? Mér var svaraÖ meS lævísum hlátri, lengst út í myrkrinu: Eg er IffiS sjálft. Og þú kemst ekki undan. • Eg elti þig. 115

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.