Réttur


Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 12

Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 12
Eitt fyrsta verk íhaldsins yrði að koma hér á vinnu- lög'gjöf, sem gerði verklýðssamtökin réttlaus og með öllu gagnslaus sem baráttutæki launavinnufólksins. Því næst myndi það knýja fram stórkostlega kaup- lækkun annaðhvort beint eða með verðfellingu krón- unnar — eða hvorttveggja. Ríkislögregla yrði stofn- uð, til að kenna fólkinu að sætta sig við þetta. Jafn- framt yrði heildsalaklíkunni gefið alræði í verzlunar- málum, sem myndi leieða af sér stórum hækkað verð á erlendum nauðsynjum og þýða það að Pöntunar- félag verkamanna í Reykjavík, Kaupfélag Eyfirðinga og önnur beztu neýtendafélög bænda og verkafólks yrðu lögð í rústir. Næsta spor yrði, að gefa Eyjólfi Jóhannssyni og Korpúlfsstöðum einræði í mjólkur- sölumálum bænda austan heiðar sem vestan, Garðari Gíslasyni kjötsöluna, Kveldúlfi síldarsöluna í viðbót við söiu saltfiskjarins (og e. t. v. ,,sélja“ honum síld- arverksmiðjur ríkisins við vægu ,,verði“), leggja aftur mútuskatt þeirra Thórsbræðra á fiskskippund smáút- gerðarmannsins, gefa þýzkum og brezkum auðhring- um einkarétt á sölu og framleiðslu iðnaðarvarnings o. s. frv., o. s. frv. Vonandi er fólkið ekki með öllu búið að gleyma afrekum Ihaldsins. Sjómenn á togurum mættu kann- ske minnast baráttu þess á móti hvíldartíma þeirra, járnsmiðirnir tilraunum mútuþega þess til að láta allar skipaviðgerðir og flokkanir fara fram erlendis, verkamenn Reykjavíkur allt atvinnuleysið — þar ræður þó íhaldið. Kauplækkunartilraun þess 9. nóv. 1932 og ríkislögreglu þess. Húsgagnasmiðir Reykja- víkur hafa eflaust fengið tíma og tækifæri til að rifja upp fyrir sér ,,fagnaðarboðskap“ Vinnuveitendafé- lags þeirra Eggerts Claessen og Richards Thórs nú síðustu vikurnar. Fátæku barnafjölskyldurnar muna eflaust ennþá ofsóknir og sveltiherferð borgarstjór- ans í Reykjavík gegn heilsulitlu skólabörnunum. íbú- arnir í köldu og dimmu kjallaraholunum og þakher- 92

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.