Réttur


Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 45

Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 45
verkfalli, en brezka lögreglan var látin framkvæma handtökur forystumanna þessarar hreyfingar og aðr- ar kúgunarráðstafanir. Þá hafa og borizt fregnir um mjög alvarlega uppreisnarhreyfingu gegn yfirráðum Breta í héruðunum á norðvesturlandmærum Indlands, en Bretar senda þangað herlið og sprengjuflugvélar, eftir fyrirmynd MacDonalds. Þar að auki beita þeir hinni gömlu aðferð, sem vel hefir gefizt löngum, að æsa hina ýmsu þjóðflokka hvern gegn öðrum. Umskipti á Spáni. Lundúnaráðstefna sósíal- demókrata. í styrjöldinni á Spáni eru nú orðin endanleg um- skipti. Orusturnar við Guadalajara og Brihuega, hrakfarir ítalska ríkishersins, sem flýði undan á- hlaupi lýðveldishersins í fullkominni upplausn, skilj- andi eftir verðmætar birgðir hergagna, eldsneytis og matvæla, auk þýðingarmikilla leyniskjala ítalska her- foringjaráðsins — þessar orustur eru tákn þess, að sig- urför fasistasveitanna er nú lokið. En þær eru jafn- framt tákn um annað og meira, um það, hvers sam- fylking fólksins er megnug. Þessi samfylking hefir leyst af hendi það hlutverk að skapa á fáum mán- uðum úr óæfðum verkamönnum og bændum her, sem hrakið hefir á flótta nýtízku stórveldisher með 14 ára þjálfun að baki sér, búinn fullkomnustu hernaðar- tækjum. Hún hefir sýnt, að samfylkt alþýða lítt þró- aðs lands, eins og Spánar, megnar að ráða niðurlögum innlendra landráðasveita, sem hafa að bandamönnum að minnsta kosti tvö erlend stórveldi, og það við erf- iðustu skilyrði, hafnbann og viðskiptabann af hálfu annarra lýðræðisríkja. Meðal Evrópuríkjanna hefir spánska þjóðin átt einn raunverulegan vin: Sovétrík- in. Hin hafa ýmist brugðizt viljandi eða látið kúgast til þess. Að auðvaldsríki, jafnvel þau, sem kalla sig lýðræð- isríki, bregðist lýðræðisstjórn, sem á í slíkri baráttu, 125

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.