Réttur


Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 10

Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 10
Viðhorfið, sem skapazt hefir við þingrofið er þetta: íhaldið hefir séð, að það er orðinn svo eindreginn vil.fi almennings í vinstri flokkunum, að fjármálaklíka Landsbankans og Kveldúlfs sé svipt drottinvaldinu yfir lífi og velferð landsmanna, að þetta verður tafar- laust gert ef vinstri flokkarnir þrír hljóta nógu sterk- an meirihluta í þessum kosningum. Þessvegna ætlar íhaldið að vinna kosningarnar hvað sem það kostar, því Kveldúlfur vill ekki missa aðstöðuna til að ráð- stafa sparifé skilamannanna ásamt því erlendu lánsfé, sem almenningur sveitist undir að greiða með tollum og sköttum og nú fer í persónulega óhófseyðslu og hið þokkalega kjördæmabrask þeirra Thórsbræðra. Ihaldið fylkir nú öllum sínuin leiguhersveitum og sendir þær út á meðal lýðsins til sáiuveiða. Menn bera þar kennsl á undirforingjana Jón í Stóradal, Hannes frá Hvammstanga og vígvallarprestinn Þorstein Briem. Þeir eiga að stjórna ,,varaliðinu“. Öskar Hall- dórsson mun tryggja auðsveipni nazistanna, og mun vart veitast erfitt, því megin uppistaða ,,flokksins“ eru holdleg afkvæmi miðstjórnarmeðlima Ihalds- flokksins og annarra máttarstólpa hans. Eitt er víst: Allt afturhaldið í landinu gengur til kosninga í einu föstu band-alagi. Að stefnu og foringjum til er það allt sami flokkurinn, en þó mun Ihaldið bjóða fram svo- kallaða Bændaflokksmenn í nokkrum kjördæmum, til þess að reyna að fleka bændur til fylgis við hatað- asta óvin bændastéttarinnar, hið harðsvíraða heild- sala- og hringaauðvald í Reykjavík. íhaldið mun eins og undanfarin ár óspart nota það, sem miður hefir farið hjá núverandi ríkisstjórn í lýð- skrumsskyni sér til framdráttar. Og þá kemur því ef- laust í góðar þarfir það bindindi, sem stjórnarflokk- arnir hafa verið í síðustu þrjú árin um gagnrýni á I- haldið og sú tortryggni, sem þeir hafa reynt að vekja gegn kommúnistum. Það er alveg ástæðulaust að draga fjöður yfir það hér, að stjórnarflokkarnir hafa

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.