Réttur


Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 22

Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 22
frá með fögnuði þess, sem hefir upplifað mikið og fengið aðdáunarfullan áheyranda. Hann sagði frá rauðu fánunum, byltingarsöngvun- um, innihaldinu 1 æsingaræðúnum og stúlkunni sinni. Og Oddur, sem hafði lesið mikið um sína löngu líf- daga, margt fleira en Morgunblaðið, rifjaði upp fyr- ir sér atvik úr frönsku stjórnarbyltingunni og sagði frá þeim eins og hann hefði sjálfur tekið þátt í þeim. Sölvi hlustaði lotningarfuliur á frásagnir Odds, en rankaði þá annan slaginn við því, að það var h a n n , sem hafði tekið þátt í þessari kröfugöngu — núna, rétt áðan — hann sjálfur. Það var annað og meira, en að segja sögur af byltingu, sem maður hafði lesið um. E g sagði hann og vellíðun sjálfsálitsins fór um hann allan. Já, Oddur varð að viðurkenna það og lækkaði heldur í sessi við þessi hlutkenndu ummæli. En svo náði hann sér aftur: Eg var líka ákaflega frjálslynd- ur, þegar eg var ungur. Eg man alltaf . . . Og aftur hlustaði Sölvi með lotningu. En svo herti hann sig. Þetta var nýafstaðið. Það var engin gömul saga, sem ekki var hægt að fá staðfesta, af því öll vitni voru dauð. — Og stúlkan! Já, því gat Oddur ekki neitað — og þó: Eg elskaði líka einu sinni stúlku, skriftaði hann með þeim helgi- blæ í röddinni, að Sölva fannst ekki viðeigandi að reyna að gera lítið úr þeim minningum. Úrsmiðirnir sátu langt fram á kvöld yfir tebollum sínum og töluðu um viðburði dagsins, um viðburði, sem gera slíka daga að helgidögum mannkynsins. 102

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.