Réttur


Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 36

Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 36
Rauðir pennar Eftir Jón Rafnsson. Með ,,Rauðum pennum“ vaknar heill hópur ís- lenzkra skálda og rithöfunda til skilnings á því hversu helztu hugðarefni þeirra eru tengd málsparti hinnar stríðandi alþýðu, hversu lífsköllun þeirra, list- in, menningin, þeir sjálfir, — standa eða falla eftir því hver leikslokin verða í þeim heimssögulegu átök- um sem nú gerast í milli auðvalds og alþýðu, fasisma og lýðræðis, hversu ,,hlutleysi“ þ. e. andvaraleysi þeirra gæti orðið lóð ógæfumegin í metaskálinni, — og gerast þar með virkur samherji alþýðunnar í þess- ari baráttu. Það er vissulega engin tilviljun, að í þennan hóp veljast einmitt margir hinir efnilegustu og þekktustu listamenn þjóðarinnar, enda verður tæpast um það deilt, að með „Rauðum pennum“ var íslenzkri al- þýðu og íslenskri list gefin einn af sínum beztu kjör- .gripum. Þar sem fyrra hefti „Rauðra penna“ er þegar orðið víðkunnugt, en hið seinna tiltölulega nýútkomið, tek eg það hér til íhugunar, ekki sem eitthvert listrænt dvergasmíði „út af fyrir sig“ eins og sumir segja, þegar um þessa hluti er rætt, heldur sem hagnýta list, eins og hún kemur mér fyrir sjónir, og frá sjón- armiði þeirra sem berjast og vilja berjast fyrir frelsi og framþróun, gegn kyrrstöðu- og niðurdreps-öflun- um, fasismanum. Það sem eg tel m. a. skipa „Rauðum pennum" í raðir beztu bóka vorra, er hin framúrskarandi lista- mannslega vandvirkni höfundanna. Þeir lýsa í rit- gerðum sínum hver öðrum snjallar ógnum fas- ismans, þar sem hann hefir náð völdum, og styrj- aldarundirróðri hans um allan heim. Þeir opna augu þjóðarinnar fyrir yfirvofandi hættu af margvísleg- 116

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.